Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ef þú lækar ekki neitt af því?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vikunni spurði samfélagsmiðlastjarnan Manuela Ósk Harðardóttir fólk hinnar sígildu spurningar: „Því ertu að horfa svona alltaf á mig ef þú lækar ekki neitt af því?“ Viðbrögðin sem hún fékk kannast margir listamenn við. Þeir eiga að lækka í sér sjálfumgleðina. Þeirra laun eiga bara að vera gleði í hjörtum aðdáenda sinna. Það er hroki að biðja neytendurna um eitthvað meira en það.

Þetta þekkja allir sem vinna með hugverk: frá rithöfundum til skopmyndateiknara, frá tónlistarmönnum til tölvuleikjasmiða. Samfélagsmiðlahark er frekar ný tegund listar en þeir sem hana stunda þurfa að ganga í gegnum sömu áskoranir og aðrir listamenn á undan: Að sitja undir þeim viðhorfum að það sem þeir geri sé ekki alvöruvinna. Að lenda í því að landslög geri ekki ráð fyrir tilvist þeirra.

Oft er ekki mikill glamúr yfir glamúrlífi. Það þarf mjög reglulegar, stöðugar og áhugaverðar uppfærslur til að fólk nenni að fylgjast með manni. Maður er lengi að byggja upp fylgjendahóp. Tekjumöguleikarnir eru ekki endalausir. Það er hægt að selja einhvern varning en fólk vill sjaldnast kaupa hluti. Hérlendis er erfitt að kassa inn á auglýsingum. Þær beinu skila litlu vegna fámennis. Þær óbeinu eru ólöglegar. Þótt Neytendastofa láti bandarískar kvikmyndir í friði er hún til í átök við íslenska þrifasnappara.

Að halda sér uppi á samfélagsmiðlum er vinna. Sú vinna verður auðveldari eftir því sem fleiri fylgja manni og fleiri læka við það sem maður gerir. Að biðja um læk er ekki að biðja um mikið. Ekki fremur en götulistamaður biður um mikið með því að biðja fólk sem sannarlega staldrar við til að hlusta á hann að setja örlítið klink í hattinn. Manúela Ósk er í raun verkalýðshetja, fyrir ört vaxandi starfsstétt 21. aldarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -