Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Kóróna og loftslagið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kóróna vírusinn sem nú herjar á allan heiminn hefur tímabundið þaggað niður raddir samfélagsins um aðgerðir vegna hlýnun jarðar. Loftslagsbreytingar eru eitt stærsta pólitíska mál undanfarinna ára – stóra krísa okkar tíma. Aðgerðir eru fjölbreyttar og fela m.a. í sér að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun í iðnaði sem felst t.d. í að draga úr flugi og minnka notkun bensín- og díselbíla. Hin mikla losun mannsins á gróðurhúsalofttegundum í daglegu lífi er eins og að spúa eitri ár frá ári út í náttúruna og tölur um losun benda ekki til þess að við séum að taka málið alvarlega.

Merkilegt nokk – af sjálfsdáðum og vegna kóróna aðgerða eru samfélög heimsins nú að draga úr losun koltsvírings. Baráttunni gegn loftslagsbreytingum birtist skyndilegur liðsauki úr óvæntri átt. Ekki aðeins hefur dregið svo ört úr losun að lönd gætu náð settum losunarmarkmiðum heldur hefur dregið svo úr mengun að heilu svæðin eru að hreinsa sig – t.d. í Kína og í Feneyjum. Er þetta tilviljun á tímum hlýnunar jarðar? Það er áhugavert að velta því fyrir sér. Í öllu falli sjáum við svart á hvítu hvaða áhrif það hefur á náttúruna og umhverfið að snarhemla hjól efnahagslífsins.

Í báðum tilvikum – koltsvísýrings og kóróna –  eru skaðvaldarnir það óræða – það smáa sem við sjáum ekki – koltvísýringurinn sem veldur hlýnun jarðar og er að leiða til hnignunar jarðar og svo vírusinn sem veldur flensu – og hefur dregið mörg þúsund til dauða. Af loftslagsbreytingum stafar ekki minni hætta, hitt þó heldur, ef marka má spár vísindamanna hækkar hiti jarðar um 3-4 gráður árið 2100 með þeim afleiðingum að mörg svæði jarðar stikna og mörg fara undir sjó vegna bráðnunar jökla, ef við höldum áfram á sömu braut.

Varhugavert er þó að að bera þessar krísur saman – enda ólíkar og erfiðar í samanburði. Kóróna mun líklega hverfa – staðan er tímabundin en það á ekki við um hlýnun jarðar.  Háværar umræður á netinu, mótmæli hjá yngstu kynslóðinni og margir fundir innan háskólasamfélagsins hafa ekki leitt af sér nægilegan þunga í aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Áhrif þeirra eru samansöfnuð og koma fram yfir langan tíma – þau eru ekki alltaf sýnileg þó þau sjáist sífellt betur og betur. Sú staða kann að draga úr viljanum til að gera nauðsynlegar breytingar á hvernig við lifum, einkum í vestrænum samfélögum. Kóróna hefur í samanburði leitt til skjótra aðgerðar allra þjóðarleiðtoga, þar sem teknar eru mjög erfiðar ákvarðanir sem hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Erfiðar ákvarðanir er nefnilega hægt að taka þegar mörg mannslíf eru undir og sterk samstaða virðist ríkja meðal þjóðarleiðtoga. Þá er farið alveg eftir ráðleggingum sérfræðinga – sem á ekki við með sama hætti þegar loftslagsmálin eru undir. Hlýnun jarðar mun þó líklega ekki aðeins draga fjölda fólks til dauða, með beinum og óbeinum hætti, heldur mun hún hafa varanleg áhrif á auðlindir sem mun leiða af sér skert lífsgæði fyrir þær kynslóðir sem eftir sitja.

Nú þegar við erum beygð undir að lifa öðruvísi – á öðrum hraða en við höfum vanist undanfarna áratugi – væri gott að tímann sem grunn um hvernig við getum sem samfélag tekist á við áskoranir vegna loftslagsmála. Kóróna getur með lengri tíma verið það afl sem sýndi að það væri hægt að lifa öðruvísi. Við þurfum ekki að fara snúa til baka með allt t.d. – öll óþarfa ferðalögin, fundina, spanið, neysluna – þessi tími getur verið góður til að setja inn nýjar venjur. Þegar hjólin fara aftur að snúast getum við nýtt tímann til að skoða betur hverju viljum við sleppa – og hverju viljum við halda – þegar við vörðum leiðina áfram að heilbrigðara lífi og jörð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -