Þriðjudagur 15. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Komdu sæll séra Gísli biskup

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sú sérkennilega staða er uppi í þjóðkirkjunni að f.v. biskup, Agnes  M. Sigurðardóttir, þumbast við og situr sem fastast, þrátt fyrir að tími hennar sé löngu útrunninn og umboð hennar sé að engu orðið. Þetta hef ég fjallað um í greinarkorninu „bless Agnes bless“, sem birtist hér á Mannlífi fyrir nokkru.

Vinkonur Agnesar, bæði á biskupsstofu og í prestastétt, sjá sér nú hag í að leggja til að hún sitji áfram í embætti, sísvona. Þetta mun kirkjuþing fá til umfjöllunar um helgina, en er þetta í raun bara grátbroslegt yfirklór og lögleysa. Vonandi verður þetta bull kveðið niður eins og hvert annað hismi, og tillögu komið í pappírstætarann.

Þá kemur að vígslubiskupi Skálholts, Kristjáni nokkrum Björnssyni, ötulum sendiboða Agnesar og nánum samstarfsmanni til nokkurra ára. Hann hefur ekkert á móti hásætum, en ég bendi á grein mína, „Kristján Björnsson, – nei takk“,  sem birtist á Mannlífi fyrir nokkru síðan. Kristján er meintur gerandi og beinlínis flæktur í nokkur ljótustu mannauðsmál þjóðkirkjunnar á síðari tímum, hafandi gengið meintra ólögmætra erinda Agnesar biskups á meðan hún sat í embætti. Engin ástæða er til að fara úr öskunni í eldinn. Þetta þurfa kirkjuþingfulltrúar at athuga.

Nú þarf að taka til í efstu hillum þjóðkirkjunnar, og þess vegna þarf Kristján að halda sig víðs fjarri biskupsembættinu. Ég vona að kirkjuþingi auðnist að stemma stigu við setu Kristjáns, og endurtek: Kristján Björnssom, nei takk. Mark my words!.
Þá er aðeins einn valkostur eftir til að brúa bil fram að biskupskosningum næsta vor, þessi kostur er Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum. Ég ráðlegg kirkjuþingi eindregið að hlutast til um að setja Gísla Biskup yfir Íslandi nú í hálft ár og byrja svo tiltekt á biskupsstofu og byggja upp kirkjuna frá grunni, án Agnesar og Kristjáns, sem hvorutveggja hafa valdið óláni og leiðindum á margvíslegan hátt.

Séra Gísla þekki ég ekki persónulega, en hef fyrir satt að mannkostir hans og yfirveguð framkoma myndu nýtast vel í þeirri stöðu sem Agnes og Kristján hafa sjálf framkallað með hroka og leiðindum, þann tíma sem þau hafa valsað í embættum sínum.
Þess vegna segi ég: Komdu sæll séra Gísli.
Þetta skrifar: Sr Skírnir Garðarsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -