Fimmtudagur 18. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Ragnar vill breytingar: „Það er búið að skapa fullkominn aðskilnað milli fíkla og “ykkar hinna““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

EDRÚ

Mig langar að bjóða þér kæri lesandi á smá ferðalag. Ferðalag um hvaða veruleiki fylgir þessu orði Edrú. Hvað þýðir þetta orð og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér ? Ég hef mikið rætt í skrifum mínum hvað sé að kerfinu , hvers vegna við fíklar náum ekki bata og hugsanlegar leiðir til að fá fram einhverkonar heilun fyrir þetta illvíga ástand sem við köllum fíkn. En hver ætli sé höfuð ástæða þess að fíklar nái ekki bata ? Hvað kemur inn á milli ? Nú skulum við ímynda okkur að við stöndum fyrir framan aðila sem við jafnvel könnumst við , foreldri , maki , vinnuveitandi eða jafnvel sameiginlegur kunningi sem hefur vitneskju um að við eigum sögu af því að eiga við vandamál að stríða þegar kemur að vímuefnum. Kannski könnumst við eilítið við viðkomandi sem við höfum rekist á á 12 spora fundi og umræðan um hvað sé að frétta af okkur kemur upp.

´´ Ertu Edrú ? ´´.

Það er á þessum tímapunkti sem ófreskjan er munduð. Svarið mitt mun hafa úrslitakosti
um framhald þessara samræðna. Úrslitakosti um hvernig ég verð séð sem manneskja.
Úrslitakosti um hvort ég verði samþykktur eða ekki !

Þeir sem hafa svarið ´´ já ´´ á reiðum höndum fá umsvifalaust samþykki frá viðkomandi og allir anda léttar. Þetta er það sem samfélagið samþykkir og þ.a.l. er óhætt að brosa áfram. Hinsvegar ef ég svara á þá leið að mér ´´ varð á ´´ að nota vímuefni umturnast viðmót þess sem spurði mig og það er alveg sama hvað ég segi .. dómurinn er fallinn !

Andlit og öll líkamstjáning segir í hverri nótu sem spilast SKÖMM SKÖMM SKÖMM !
Þegar öllu er hvolft af botni þessa orðs þá er það skömmin í sauðagæru klætt !

- Auglýsing -

Þessi orð mín eru gríðarlega mikilvæg fyrir framþróun í málefnum fíkla og býð ég þér
kæri lesandi að bragða á orkunni og setja þig í þessi spor. Það að spyrja einhvern þessarar
spurningar hvort að viðkomandi sé edrú , ef við gefum okkur að svo sé ekki , opnast fyrir sömu orku gátt og ef foreldri yrði spurt : ´´ Ertu búin/nn a sinna barninu þínu í dag ?

Ekki nóg með að þessi spurning er eins persónuleg og það gerist heldur hefur einstaklingnum verið gefið skýrt merki að ef þau fara ekki eftir þeirri leið sem samfélagið
samþykkir ( meðferð / 12 spora fundir ) mun viðkomandi ekki eiga möguleika á því að vera
séður með mannlegri reisn. Það er hægt að mæla þetta á mjög einfaldan hátt. Tökum fyrir færslur á samfélagsmiðlum þar sem fíklar eru duglegir við að minna á að þeir séu enn edrú og að óhætt sé að samþykkja þau ;
´´ 3 mánuðir EDRÚ í dag ´´ .. og öllum meðferðum og félagsskap þakkað fyrir …
´´ Please samþykkið mig ´´ er í raun það sem viðkomandi er að reyna segja . Í hvert
skiptið sem fíkill stígur fæti inn á meðferðarstofnun eru þau í raun að biðjast afsökunar á því að vera manneskja , afsökunar á því að vera fífl og fáviti og að auðvitað hefur samfélagið rétt fyrir sér og þau ekki .. skamm skamm skamm !!!

Fíkilinn er í raun tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að vera samþykktur þar sem mannfólkið þrífst illa einsamalt og útskúfað. Öll persónuleg ákvarðanataka er tekin frá viðkomandi þar sem fíkillinn hefur ekki lengur atkvæðisrétt um hvað sé best í stöðunni. Ég talaði um samkennd í síðustu færslu og vil nú koma strax að henni gagnvart þér kæri
lesandi. Þetta er allt lærð hegðun ! Það má skemmst minnast þess að foreldrum var ráðlagt að vísa oft kornungum börnum sínum á dyr þar sem þau höfðu orðið uppvís af því að neyta
fíkniefna. Það getur hver maður séð í dag að þetta voru og munu alltaf vera afleitustu ráðleggingar í meðferðarsögu Íslands. Enn og aftur komu þau sem við eigum að treysta til að vita hvað þau eru að ráðleggja okkur í stórkostleg vandræði. Anginn af þessu er enn við lýði þegar orðið edrú kemur upp. Þetta eru sem álög sem sett voru í veg okkar allra , okkar fíklanna sem langar ekkert meir en að vera með , vera elskuð og ykkur sem þrá að hafa okkur með og í lagi , þrá að elska okkur !

- Auglýsing -

Það þarf engan snilling til að sjá í gegnum þetta mynstur. Við erum öll undir álögum skammarinnar þegar kemur að þessum málum. Viðbrögðin sem fíklar fá þegar þau standa frammi fyrir fólkinu sínu eru skelfingu lostnir ástvinir sem hafa ekki hugmynd um hvað skuli til bragðs taka. Eina sem kennt hefur verið er að fíkillinn er sjálfsagt hættulegur og alls ekki húsum né til viðræðna hæfur.

Þegar kemur að fíkni rannsóknum þá hefur Dr. Gabor Maté sýnt fram á svo um munar og
ekki frekari rökræðna er þörf að aðal orsök fíknar er aðskilnaður frá .. hverju sem er …. … aðallega Samfélaginu !
Ef við skoðum dæmið líkamlega séð þá þurfa allar mannverur samfélag við aðra til þess
að boðefnastöðvar heilans virki á réttan hátt sem hefur einmitt farið á mis hjá svo mörgum og svo ég vitni í Dr. Maté þá er orsök fíknarinnar að finna í heilanum og hvernig hann þroskast og mótast miðað við uppeldisaðstæður og umhverfi. Dópamín stöð heilans þroskast ekki eðlilega í þeirri samfélagsgerð sem við öll búum við. Það er einmitt sú stöð heilans sem veitir okkur vellíðan og áhuga almennt fyrir lífinu. Margir hafa sögu að segja af því að eiga gott heimili , mat á borðum og fallegt heimilislíf , en það er áfall út af fyrir sig að ganga í gegnum það sameiginlega kerfi sem við öll erum skyldug að sinna. Skólakerfið er svo ómannúðlegt að það skilar fólki út í lífið með lágmarks heilastarfsemi.

Svo þegar fólk neytir vímuefna í fyrsta skiptið þá fer þessi dópamín boðefnastöð allt í einu að virka og fyrir marga þá eru þau að upplifa hamingju og vellíðan í fyrsta skiptið þegar þau neyta vímuefna. Líkt og móðurfaðmur.
Svo finnst fólki skrítið að þetta sé illviðráðanlegt. Þetta er fíknin !

Miðað við hvernig samfélagið er byggt upp í dag þá ýtir það undir að fleiri þjáist af fíkn þar sem enn er við lýði einelti og ofbeldi í skólakerfinu sem veldur skemmdum á heilanum sem
leiðir til þess að viðkomandi þurfi utanaðkomandi ´´ verkjalyf ´´ sem áfengi og vímuefni eru. Þegar við ræðum um ásetning að halda okkur í þessu ástandi langar mig að taka áfengið sem dæmi sem er eitt það skaðlegasta og lífshættulegasta efni sem við getum hugsanlega innbyrgt. Er það eina vímuefnið sem er ´´ samþykkt ´´ og selt fyrir allra augum.

Er einhver með hagsmuni af því að fíklar nái ekki bata ?

Ég hef verið að kalla eftir fjármagni , svo sannarlega , en ég kalla einnig eftir samfélagi við ykkur hin. Það er búið að ljúga að okkur svo um munar hvernig við eigum að nálgast þetta viðfangsefni. Það hlýtur að vera þar sem árangurinn hingað til er ekki meiri. Ég kemst ekki að neinni annarri niðurstöðu en að það er búið að skapa fullkominn aðskilnað milli fíkla og´´ ykkar hinna ´´ með þessu orði Edrú.

Ég veit ykkur öll þarna úti langar til að sjá son ykkar, dóttur og ástvini sem hafa sogast
ofan í svarthol fíknarinnar rísa upp sem heilsteyptir einstaklingar. Þið þráið það öll , jafnvel þið sem gnýstið tönnum við eldhúsborðið og haldið að þið séuð að breyta rétt með því að ýta fíklinum í burt. Ekkert okkar langaði að vera vond við mömmu og pabba. En þegar þeir sem við elskum fylgja þessum ömurlegu leiðbeiningum um aðskilnað hljómar aðeins eitt í eyrum : ´´ Þú ert ekki elskaður ! ´´

Miðað við þau samskipti sem ég hef átt og kynnst þá langar engan að segja slíkt við börnin sín .. enda sést það svo um munar í allri tjáningu viðkomandi þegar útskýringar af ástandinu eru lagðar fram. Engan langar í aðskilnað. Þarna komum við að kjarna málsins.

Leiðbeiningarnar sem við höfum fengið er OFBELDI !!!

Við verðum öll að leggjast á eitt að koma meiri samkennd að ( mikill munur á samkennd og samúð ) ef við ætlum að reisa mannúðlegt og betra samfélag. Við getum ekki haldið áfram að útskúfa þá sem minna mega sín. Engin heilun mun verða í samfélaginu okkar nema við byrjum á þessum grunni. Það eruð þið þarna úti sem haldið á heilunar lyklinum. Honum hefur verið haldið frá okkur í of langan tíma en ég skora á alla að íhuga orð mín og jafnvel máta ykkur í aðstæðurnar.

Hvernig væri að prófa aðrar aðferðir en útskúfun ?
Hvernig væri ef við öll myndum prófa í þetta skiptið að faðma fíkilinn okkar og sýna þeim að skilyrðislausa ástin sem þið hafið þráð að sýna þeim er sterkari en ráðleggingar aðskilnaðar ?

Það er alveg á hreinu að við getum ekki treyst á að ´´ sérfræðingar ´´ geti veitt okkur það
sem við þurfum í þessum málum. Það veitir mér hrylling að hugsa til þess að það er fólk þarna úti sem segist vera sérfrótt um mál fíkla og árangurinn er lítill sem enginn. Það er alltaf verið að þykjast vera smiður , verkfræðingur eða flugmaður ! Hvað finnst þessum starfsgreinum um að fólk væri að þvælast í þessi störf án nokkurrar þekkingar til þess eins að horfa á bygginguna hrynja aftur og aftur ?

Þessi orð eru ekki til þess ætluð að brjóta á neinum. Það eru ótal margir þarna úti sem þrá í sínu starfi sem meðferðarfulltrúar að komast til sama botns í þessum málum og ég. En líkt og með kennara þá eru þessir aðilar bundnir regluverki sem ekki má bregða út af. Regluverki sem viðheldur hringrás fíknarinnar. Þar er alvarleikinn grafinn.

Mig langar að þakka þér kæri lesandi fyrir að koma með mér í þetta ferðalag og gefa þessu málefni tíma þinn. Ekki veit ég hvaða reynsu þú hefur af þessum málum en það er alveg á hreinu að málefni líkt og þetta snertir þjóð eins og Íslendinga mjög persónulega þar sem við mörg hver þekkjumst og ef við þekkjum ekki fíkil persónulega þá mun einhver sem við þekkjum gera það o.s.frv.

Það er skilda okkar allra að gera okkur grein fyrir alvarleika þess að kannski eru þessi stóru öfl ekki með okkar persónulegu hagsmuni fyrir brjósti. Kannski hafði Dr. Gabor Maté rétt fyrir sér að öflugasta fíknin er valda og peninga fíknin og að þeir sem bera ábyrgð á þessu eru í sömu stöðu og hver annar fíkill .. fíknin þeirra lítur bara öðruvísi út.

En það er alveg á hreinu að orðið Edrú er orðið of hlaðið neikvæðum gildum og orku sem á engar undirstöður þegar kemur að nálgun meðferðar fíknsjúkdómsins. Við verðum að fara tala um þessi mál á öðrum grunni líkt og ástandið jú er , sjúkdómur , Dis – ease á ensku . Ójafnvægi. En það er svosem efni í aðra grein.

Hugsum okkur tvisvar um þegar þessi spurning er lögð fram : ´´ Ertu Edrú ? ´´ …

Höfundur þiggur með þökkum hugmyndir um breytta nálgun s.b. viðfangsefni.

Með virðingu

Ragnar Erling Hermannsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -