Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Færði Dalai Lama íslenska dúnsæng: „Þess vegna ákváðum við strax að taka þátt í gjöfinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðtogi tíbeskra búddista, Dalai Lama fékk nýlega að gjöf sæng úr æðardúni frá Borgarfirði eystra. Framkvæmdastjóri Íslensks dúns segir það heiður að hafa fengið að taka þátt í gjöf til leiðtogans.

„Þetta kom þannig til að Þórhalla Björnsdóttir, sem þekkir til Dalai Lama og stóð að komu hans til Íslands árið 2009, hafði samband við okkur snemma í sumar því hana langaði til að gefa honum eitthvað fallegt frá Íslandi sem nýttist vel.

Dalai Lama er orðinn 87 ára gamall og er oft kalt þannig að hún gat ekki hugsað sér neitt betra og tilhlýðilegra en æðardúnssæng,“ segir Ragna S. Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensks dúns á Borgarfirði eystra í samtali við Austurfrétt.

„Okkur fannst þetta frábær hugmynd. Ef einhver á að eiga æðardúnssæng frá Íslandi sem unninn er á jafn sjálfbæran hátt og íslenski æðardúnninn, þá er það Dalai Lama. Þess vegna ákváðum við strax að taka þátt í gjöfinni.“

Í meira en hálfa öld hefur Dalai Lama verið í útlegð í Indlandi en hann býr í þorfi í Himalajafjöllum. Þaðan leiðir hann útlagastjórn Tíbeta. Fram kemur á vef Austurfréttar að Þórhalla hafi meðal annars búið á Indlandi en hún færði ritara Lama sængina fyrir tveimur vikum.

Hún fékk svo símtal í vikunni þar sem hún var beðið að koma og afhenda sængina formlega í eigin persónu sem hún og gerði. Segir Ragna að Íslenskum dún hafi síðar borist ljósmyndir úr athöfninni þar sem Þórhalla sést úskýra fyrir Dalai Lama og fylgdarfólki hans, hvernig íslenski dúnninn sé unninn.

- Auglýsing -
Dalai Lama virðist himinlifandi með sængurgjöfina Ljósmynd: Skrifstofa Dalai Lama

„Ef satt skal segja lít ég á það sem heiður að Þórhalla hafi leitað til okkar og við höfum fengið að taka þátt í þessari myndarlegu gjöf,“ segir Ragna að lokum við Austurfréttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -