Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Fjarðabyggð og Múlaþing ætla að fyrna óútekin orlof starfsmanna sinna – Verkalýðsfélög vara við því

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjarðabyggð og Múlaþing hyggjast fyrna ótekin orlöf starfsmanna sinna þann 30. apríl næstkomandi.

Samkvæmt Austurfrétt mun allt ótekið orlof starfsmanna Fjarðabyggðar og Múlaþings, falla niður dautt þann 30. apríl næstkomandi, samkvæmt ákvörðun sveitarfélaganna, nema sterkar málefnalegar ástæður komi til. Þetta þýðir að það starfsfólk sem ekki hefur klárað orlof sitt fyrir 30. apríl, missir alla áunna frídaga sem eftir standa og fær engar bætur fyrir.

Um þetta er ágreiningur á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Alþýðusambands Íslands en áður nefnd sveitarfélög túlka tiltekna grein í aðalkjarasamingi þannig að slík fyrning sé bæði eðlileg og leyfileg og vísa í orlofslög og gildandi kjarasamninga. Verkalýðsfélögin eru þessu ósammála og vísa í sömu orlofslög, auk sérstakrar tilskipunar Evrópusambandsins sem gilda hér á landi.

Verkalýðsfélögin, þar með talið starfsgreinafélagið Afl á Austurlandi, eru þeirrar skoðunar að með þessum gjörningi sé verið að fella niður áður óunnin laun en samkvæmt samkomulagi á vinnumarkaði fær starfsfólk tilsetta upphæð greidd í laun með loforði um að seinna verði önnur upphæð greidd sem orlofspeningar. Það loforð er svikið með fyrningu, að mati verkalýðsfélaganna.

Austurfrétt fékk það staðfest að Fjarðabyggð og Múlaþing ætli sér að standa fast á túlkun sveitarfélaganna og fyrna allt ótekið orlof, nema starfsfólk geti gefið marktækar ástæður fyrir að ljúka ekki orlofstöku að fullu áður en næsta orlofsár hefst. Fram kemur hjá Austurfrétt að hvorki Fljótdalshreppur né Vopnafjarðarhreppur hyggjast fyrna útistandandi orlof sinna starfsmanna. Afl starfsgreinafélag hefur varað Fjarðabyggð og Múlaþing við að félagið muni gæta hagsmuna sinna félagsmanna þegar og ef til fyrnunar kemur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -