Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Lambið Ögn hagar sér sem hundur: „Hún heldur að ég sé mamma hennar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Lambið Ögn fæddist í Litlu-Ávík 26 maí. Hún var pínulítil og máttlaus, hana vantaði allan kraft til að geta bjargað sér sjálf með mömmu sinni. Við tókum hana þess vegna með okkur heim til að halda á henni hita og bjarga lífi hennar,“ segir Kristín Sara Magnúsdóttir, sundlaugarvörður í Krossneslaug í Árneshreppi. Fjölskylda Kristínar rekur fjárbú í Litlu-Ávík þar sem sauðburði er nýlokið. Það hefur vakið athygli að í fylgd með henni er gjarnan lamb sem eltir hana hvert fótmál. Þess utan vekur athygli að gimbrin er með bleyju. Kristín Sara segir ekki ótrúlegt að Ögn telji sig annaðhvort vera hund eða barn.
Kristín með lambið sitt í Litlu-Ávík.
„Ögn braggaðist fljótt en er frekar smávaxin. Hún hefur búið með okkur í sundlauginni í vor og þekkir ekkert annnað en vera með fólki. Hún heldur líklega að ég sé mamma hennar,“ segir Kristín Sara.
Kristín stofnaði instagram reikning til að leyfa gestum og gangandi að fylgjast með dagllegu lífi Agnar. Slóðin er @lambid_ogn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -