Þriðjudagur 16. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Óvissa um íþróttastarf í Grindavík: „Útheimtir gríðarlega sjálfboðavinnu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræðir í nýrri færslu á Facebook hvaða áhrif eldgos og jarðhræringar í Grindavík muni hafa á íþróttalíf bæjarsins til lengri tíma. Grindavík hefur lengi verið mikill fót- körfuboltabær en ekkert liggur fyrir hvernig unnið verður úr þeim vandamálum sem standa fyrir íþróttaliðum bæjarins.

Það eru c.a. 50 dagar í að Lengjubikarinn byrji og keppni í næstefstu deild hefst í byrjun maí. Enginn veit hvenær Grindvíkingar fá að snúa heim, hvað þá hvenær lífið verður komið í fastar skorður. Það að halda úti meistaraflokkum í stórum boltaíþróttum er alltaf kostnaðarsamt og útheimtir gríðarlega sjálfboðavinnu. Verkefnið er alltaf flókið en áskoranirnar sem stjórnendur fótboltans í Grindavík standa frammi fyrir núna eru tröllauknar,“ segir sagnfræðingurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook en Stefán veltir því fyrir sér hvort Grindvíkingar eigi að fá að sleppa við fall um deild og telur að margir myndu fá óbragð myndi það gerast vegna náttúruhamfara.

„Fótboltasamfélagið íslenska hlýtur að þurfa að stilla upp ólíkum sviðsmyndum til að geta ákveðið hvað gera skuli. Hvað ef sú staða kemur upp að Grindvíkingum reynist óviðráðanlegt að tefla fram liði af þeim styrkleika sem nauðsynlegur er í næstefstu deild karla og kvenna – eða jafnvel að ná í lið yfirhöfuð? Ég hygg að margir fengju óbragð við tilhugsunina um að þessi stóri klúbbur gæti fallið niður í C-deildina vegna náttúruhamfara.

Ein leið gæti verið sú að KSÍ gæfi Grindvíkingum sjálfdæmi þegar málin verða farin að skýrast betur um hvað þau vilji gera. Ég gæti t.d. séð það fyrir mér að ákveðið væri að Grindvíkingar gætu ekki fallið niður um deild sumarið 2024, hvort sem lið þeirra endaði á botninum eða tæki ekki þátt. – Það eru sterk sanngirnisrök sem mæla með einhverri slíkri niðurstöðu, en til að sátt gæti náðst um hana þá verður sú umræða að fara fram með góðum fyrirvara – ekki kortér í mót þegar taugarnar eru orðnar strekktar og allir hugsa bara um sjálfa sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -