Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Uppgjör hjá slökkviliði Fjarðabyggðar – Tveir stíga til hliðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar hafa stigið til hliðar eftir að svört skýrsla Attentus ehf. staðfesti sök þeirra í einelti og kynferðislegri áreitni gagnvart undirmönnum þeirra.

Sein að bregðast við

Slökkviliðsstjórinn var sakaður um einelti gegn undirmönnum sínum og slæleg vinnubrögð en aðstoðarslökkviliðsstjórinn um kynferðislega áreitni gagnvart tveimur karlkyns undirmönnum. Enn bólar ekkert á yfirlýsingu frá Fjarðabyggð sem Mannlífi var sagt að væri væntanleg í apríl.

Samkvæmt heimildum Mannlífs tók það sveitarfélagið rúmt ár að bregðast við ásökunum starfsmanna slökkviliðsins en annar þeirra er varð fyrir kynferðislegri áreitni af hendi aðstoðarslökkviliðsstjóranum, hefur verið í veikindaleyfi frá því að málið kom upp fyrir meira en ári síðan. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn var sendur í leyfi og Attentus ehf. fengið til að rannsaka ásakanirnar. Heimildir herma starfsmenn slökkviliðsins hafi ekki enn fengið afsökunarbeiðni, hvorki frá yfirmönnununum né Fjarðabyggð.

Rekinn frá lögreglunni

Aðstoðarslökkviliðsstjórinn var rekinn frá lögreglunni í Reykjavík árið 2005 eftir að upp komst um stuld hans á svokölluðum tetra talstöð lögreglunnar, en þar fer öll samskipti lögreglunnar fram, og selt hana til óviðkomandi aðila. Stuttu síðar flutti hann austur og fékk vinnu hjá slökkviliði Fjarðabyggðar.

- Auglýsing -

Mikil óánægja er með málið í sveitarfélaginu en sögusagnir eru um að mennirnir hafi fengið starfslokasamning hjá Fjarðabyggð en það hefur ekki fengist staðfest.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -