Björn skógarbóndi er gestur Guðna: „Mæður fóru með börnin út í skóg á næturnar til að ná í mat„“

top augl

Björn Jónsson Bjarndal, skógarbóndi, skógfræðingur, garðyrkjufræðingur og búfræðingur sem fór einnig fyrir Ungmennafélagi Íslands um langt skeið er gestur Guðna Ágústssonar að þessu sinni.

Björn, sem býr að Klauftum inni á öræfum á suðurlandi, rekur um 120 ára sögu skógræktar á Íslandi og segir frá þeim verkefnum sem og þeim tækifærum sem  skógræktin hefur upp á að bjóða.

Í dag eru um 700 lögbýli hérlendis sem stunda skógrækt

200 jarðir eru svo þess utan í skjólbeltarækt þannig að það styttist í að þær muni telja eitt þúsund en nú má ætla að um 1500 Íslendingar stundi nú skógrækt.

Spurður að því hvaða gagn skóræktin geri okkur segir hann að þetta sé endurheimt vistkerfis, engin þjóð í heiminum hefur eytt jafn miklum skógi, bæði til nytja en einnig spila þar inn í náttúruhamfarir, köld ár og þessháttar. Skógur bindur kolefni „öll lönd eru að reyna að kolefnisjafna sig og það er nýtt hjá okkur Íslendingum að geta talið okkur það til tekna að skógur sé að binda kolefni fyrir þjóðina sem er náttúrulega stórkostlegt. Við erum með tegundir eins og alaskaösp og sitkagreni og fleiri tegundir sem eru að binda mjög mikið kolefni á hvern hektara. Þess má geta að skógarnir eru að vaxa jafn mikið hér og í Finnlandi.“

Fyrstu nytjaskógarnir eru nú að vaxa á Íslandi og menn horfa til fleiri afurða en bara timbrið. Nú eru fyrirtæki að skjóta upp kollinum sem vilja fara inn í Íslensku skógana til að sækja þangað lauf og greinar til að nýta í lyfjaiðnaðinn og snyrtivörugeirann.

Skógar á Íslandi lofa góðu þegar kemur að timburframleiðslu og nú þegar eru Íslensk fyrirtæki farin að sýna því áhuga að nýta það í framleiðslu á innréttingum og þvíumlíkt.

Finnar kenndu Birni það að skógurinn er matarkista „við [Finnarnir] komumst ekki í gegnum vetrarstríðið með bleika akra og slegin tún. Mæður fóru með börnin út í skóga á næturnar til að ná í mat og þannig komst Finnska þjóðin af. Meira að segja var tekinn börkur af furum sem var mulinn og búið til barkarbaruð sem að þykir nú ekki góður matur í dag en Finnska þjóðin komst af því matarkistan skógurinn gaf þeim það mikið að þeir gátu slitið rætur eða hvað sem er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni