Sigurbjörn Bárðarson knapi: 12.500 fermetra þjóðarleikvangur hestaíþrótta á teikniborðinu

top augl

Sigurbjörn Bárðarson, einn fremsti hestamaður Íslendinga, hefur ásamt stórhuga mönnum hrundið af stað því verkefni að reisa 12.500 fermetra mannvirki undir hestaíþróttir. Þetta kemur fram í vefsjónvarpinu Landbúnaðarráðherra Mannlífs, með Guðna Ágústssyni.

„Við eigum að sameinast um einn stað sem þjóðarleikvang eins og gert er í öllum löndum í raun og veru. Reykjavík er höfuðborgin okkar og ég sá þetta alltaf fyrir mér að þetta myndi rísa í Víðidalnum. Ég hafði orð á þessu við eftirmann þinn, Sigurð Inga, við setningu á Landsmótinu í Reykjavík að draumurinn væri að það yrði byggt yfir Hvammsvöllinn, það yrði þá 1000 fermetrar. stórt húsnæði sem yrði þá byggt yfir okkar kennisaðstöðu. Og svo er það bara orðið að veruleika að það er búið að ýta þessu verkefni af stað, 12.500 fermetra bygging og þetta er komið inn á teikniborð. Það er verið að leggjast yfir fjármögnunardæmi og annað slíkt með stórhuga mönnum en ég hef verið þess aðnjótandi að fá að taka þátt í þessu. Ég hugsaði alltaf skyldi maður myndi lifa það að sjá þetta rísa en núna er maður bara bjarsýnn að þetta gæti verið innan seilingar.“

Við fáum að skyggnast yfir lífshlaup Sigurbjörns í viðtali hans við Guðna. Hann útskýrir keppnisskapið og hvernig það hefur verið honum til góðs í lífinu, hvernig hestamennskan sameinaði hann og konu hans þegar þau voru kornung og hvernig hestaíþróttin verið allt hans líf frá barnsaldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni