Svavar var í neyslu og bjó í tjaldi en þá birtist hjálpin: „Náðu þér í kókómjólk og hreinar nálar“

top augl

Nýjustu gestir bræðrana Gunnars og Davíðs Wiium eru Kristín Davíðsdóttir og Svavar Georgsson. Kristín er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum og Svavar fyrrum skjólstæðingur fú Ragnheiðar og að eigin sögn fíkill og alkahólisti í bata en hann hefur verið edrú í tæp þrjú ár. Hér er brot úr viðtalinu.

Svavar og hans reynsla

Talið barst að Svavari og hans reynslu. Svavar fór yfir sögu sína og lýsti því hvernig hann sem unglingur í Vestmannaeyjum fer að fikta við allt sem er hættulegt, áfengi og fíkniefni þar á meðal. Um 17. ára aldurinn flytur hann til Reykjavíkur og segir hann að pabbi sinn hafi sagt við hann við brottför að hann trúi því að Svavar muni enda í ræsinu í Reykjavík, svoleiðis var stemningin sem sagt orðin og faðir hans reyndist sannspár. Í einhver ár flakkaði hann á milli vina en neyslan jókst og jókst. Eitt sinn fékk hann úthlutaða félagslegri íbúð en hann var ekki fljótur að brenna þær brýr og missti hann íbúðina. Ekkert virkaði og svo kom að því að hann var orðin algjörlega heimilislaus og komin í harða neyslu á Ritalin og kókaín í æð. „Svo verður þetta alltaf verri og verri þróun og ég er farinn að brjóta af mér til að fjármagna þetta. Hvort sem það var með því að selja eiturlyf og fleira.“

Svavar var í harðri neyslu

Hann útskýrði í viðtalinu hvernig gistiskýlið á Lindargötu hjálpaði honum mikið og veitti honum skjól á verstu tímunum en svo þegar hann bar sig eftir einhverri hjálp þar inni var í raun enga hjálp að fá. „Þegar ég var þarna bað ég ítrekað forstöðumanninn um að koma mér í meðferð. Það er ofboðslega gott að vera þarna en mér persónulega finnst það vanta rosalega mikið upp á það að haldið sé betur utan um þá sem þarna eru.“ Þarna horfði hann upp menn sem gista þarna ár eftir ár og upplifði hann eins og hann væri bara í einhverri geymslu. Þá notaði hann einnig neyðarskýlin úti á Granda. „Þetta var hugsað fyrir þá sem voru í harðri neyslu en „gömlu“ karlarnir sem voru bara í bjór og áfengi áttu að vera uppi á Lindargötu. En eins og Kristín sagði áðan þá í Covid varð svolítið mixup og ef einn staðurinn er fullur þá verðurðu að fara á þann næsta. Ég fann samt ekki eins og það væri einhver hjálp í skýlunum en ég er ekki að setja út á þennan stað, þetta er rosa gott að þetta sé til, að þú getir átt svona neyðarskýli til að leita til en mín upplifun var bara svona.“

Illa farinn af neyslu

Honum fannst samt fínt að vera þarna framan af, kostaði ekki neitt svo allar félagslegu bæturnar gat hann notað í fíkniefni þó svo að þær hafi yfirleitt horfið á 1-2 dögum enda þessi efni sem um ræðir mjög dýr í innkaupum. Eftir að bæturnar kláruðust tóku afbrot við, þjófnaður og innbrot, öllu var stolið steini léttara til að komast yfir efnin sem kerfið öskraði á stanslaust.

Frú Ragnheiður

Hann kynnist úrræði Frú Ragnheiðar einn daginn þegar félagi hans inn á skýli segir við hann „Svavar, drullaðu þér út, bíllinn er fyrir utan, farðu út og náðu þér í kókómjólk og hreinar nálar.“ Svavar vissi ekki hvað á sér stóð veðrið en þetta voru hans fyrstu kynni af Frú Ragnheiði. Í bílnum kynntist hann fólki sem ekki bara veittu honum útbúnað til öruggrar neyslu og tjald og hlý föt heldur líka viðmót sem einkenndist af hlýju og velvild. Eitthvað sem í raun er það dýrmætasta fyrir manneskju í þessari stöðu, stöðu þar sem oftast allir ættingar og vinir eru búnir að loka á viðkomandi, kerfið er búið að loka á þig, samfélagið er búið að loka á þig. Svavar bjó á tímabili í tjaldi sem gat orðið ansi kalt í verstu veðrunum en eftir að hann varð edrú var honum sagt af starfsmanni Frú Ragnheiðar að þau hafi oft haft áhyggjur af honum, sérstaklega þegar þau sáu ekki tjaldið hans. „Mér þótti svo vænt um að heyra þetta, að það var einhver raunverulega að spá í því hvort ég væri lifandi eða ekki.“

 

Í dag er allt annað að sjá Svavar

Í kynnum og návist sjálfboðaliða Frú Ragnheiðar fann fyrir einhverri mennsku sem að hans sögn urðu til þess að hann fann sig tilbúin til að biðja um hjálp. Hann skynjaði innra með sjálfum sér að hann væri að deyja og tilhugsunin um börnin sem hann átti þarna úti og gat ekki sinnt að neinu leiti nísti inn að beini. Á þessum tíma var hann búinn að vera í tjaldi í langan tíma í rjóðri fyrir neðan bensínstöðina við Fellin í efra Breiðholti. Hann bað þáverandi forstöðukonu Frú Ragnheiðar um að hjálpa sér að komast inn í meðferð og það virkaði. Nóvember 2019 gekk hann inn á Vog og síðan hefur hann verið edrú og segir Svavar að ef ekki hefði verið fyrir Frú Ragnheiði hefði hann örugglega ekki lifað þetta af, hann var á síðasta snúning og kærleikurinn og hjálpsemin sem hann fékk frá fólki sem vinnur þessa óeigingjörnu vinnu urðu honum til lífs. 

Þetta magnaða og upplýsandi viðtal við Svavar og Kristínu má sjá og heyra á spilaranum hér fyrir neðan ásamt að Þvottahúsið finnst á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni