Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Good shit í tónlistinni – Drekinn er minn Eiríkur Fjalar og fuglinn minn er Saxi læknir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samúel Reynisson er ungur og efnilegur tónlistarmaður frá Hafnarfirði, menntaður píanóleikari sem spilar einnig á fjölda annarra hljóðfæra. Mannlíf settist niður með Samúel og fræddist um líf hans og list, en hann segi njóta matar- og kokteilagerðar í botn og er alveg að ná tökum á innanhúss garðyrkju.

 

Segðu okkur aðeins frá þv hvaðan þú kemu, frá æskunni, námi og fjölskyldunni þinni. 

Ég er frá Hafnarfirði og hef búið þar síðan ég fæddist fyrir utan þann tíma sem ég bjó í Danmörku frjá þriggja til fjögurra ára aldurs. Ég hef jafnvel verið svo staðfastur í Hafnarfirðinum að ég bæði útskrifaðist úr Víðistaðaskóla og því næst Flensborgarskólanum. Meira að segja hafa allir í minni náinni fjölskyldu verið í Flensborg á einhverjum tímapunkti, en bróðir minn og systir útskrifuðust þaðan, löngu á undan mér. Eftir stúdentinn fór ég í hljóðtækninám Tækniskólans sem fór fram í Stúdíó Sýrlandi og útskrifaðist þaðan eftir 1 árs maraþon-nám.

Hvenær kviknaði áhuginn á tónlist, og hvað varstu að hlusta á þegar þú varst krakki og unglingur? 

Tónlistarsmekkurinn minn var og er mjög sjaldan genre-miðaður, en sem krakki man ég eftir að hafa t.d. fengið æði fyrir Eminem og Rammstein á mismunandi tímum. Áhuginn minn á tónlist hefur mikið komið frá fjölskyldunni minni. Þegar ég hlustaði af áhuga á það sem t.d. pabbi spilaði á græjunum sínum, það sem mamma var með í gangi í bílnum og það sem bróðir minn og systir mín áttu á geisladiskum. Auk þess sem bróðir minn var í hljómsveitinni Pan sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2002. Ég man vel eftir að hafa fengið að sjá stúdíóið þeirra á einum tímapunkti.

Hvernig tónlist höfðar mest til þín svona þegar á heildina er litið?

- Auglýsing -

Tónlist sem er skrítin höfðar mjög mikið til mín, það er einfaldasta leiðin til að lýsa því. Tónlist með mikinn persónuleika og er sitt eigið „thing.“ Það er hægt að gera tónlist sem er af mainstream stíl en hafa hana samt fulla af júník eiginleikum og þess vegna fylgist ég alveg með popp-tónlist eins og ég get, þó það sé ekki það sem ég er að gera sjálfur. Það er „good“ shit alls staðar í tónlist.

Hverjir eru í mestu uppáhaldi – hljómsveitir og sólóartistar? Á hvað ertu til dæmis að hlusta á mest í dag? 

Ég er ákafur fylgjandi King Gizzard and the Lizard Wizard, sem þýðir að þeir halda enn fyrsta sæti sem mest hlustaða hljómsveit á Spotify. Einungis vegna þess að þeir eiga það til að gefa út tónlist nokkru sinnum á ári og ég verð að hlusta á það allt, og oft. Ég er fastur hjálp. En annars er ég alltaf að uppgötva nýtt stöff og enduruppgötva það gamla.

- Auglýsing -

Þú ert menntaður á píanó – var það eitthvað sem þú varst alltaf spenntur fyrir? 

Eins og margt annað fólk í tónlistarnámi, byrjaði ég á blokkflautu í forskóla og ég gerði það í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Eftir að ég kláraði tónlistarskólann gat ég valið á milli þriggja hljóðfæra í topp 3 sem mig langaði að læra á. Ég setti hljómborð í fyrsta sæti, píanó í annað sæti og trommur í þriðja. Það er mjög líklegt að ég hafi skrifað þessi topp 2 vegna þess að amma og afi áttu skemmtara sem ég lék mér á og lærði t.d. Gamla Nóa og fleiri sígild stef í sama dúr. Aftur á móti hefði ég seint mátt kaupa mér trommusett til að spila á í íbúðablokkinni heima svo það var örlítið langsótt, en mig langaði mikið til að læra á þær.

Hafðirðu hugsað þér að gera píanóleik að þínu starfi? 

Í fyrstu, já algjörlega. En það er stundum erfitt að greina á milli hvað manni finnst skemmtilegt sem áhugamál og hvað maður myndi vilja starfa við. Það að semja tónlist og spila á hljóðfærin sjálfur inniheldur píanóleik en einungis að hluta. Ég hef komist að því að ég vil helst eyða tíma mínum í að læra á eins mörg hljóðfæri og hægt er og læra að spila á þau nokkuð vel, frekar en að mastera eitt hljóðfæri og gera það að mínu starfi. Sú hæfni sem ég þjálfa mest er að semja eitthvað með því sem ég hef og kann á þessari stundu.

Hvað með önnur hljóðfæri: Á hversu mörg hljóðfæri spilarðu? 

Það væri hægt að gera lista, en ég hef ekki tölu á það eins og er. Í Samosa sé ég um kjarnahljóðfæri rokktónlistar svo sem gítar, bassa og hljómborð. Tölvan sér um trommurnar á þessum fyrstu plötum, vegna skorts á trommusetti, upptökubúnað og aðstöðu sem er ekki íbúðablokk, en ég hef þó nýlega verið að æfa mig á trommur fyrir framtíðina. Aukahljóðfæri sem ég hef eða hyggst nota í lögum eru svo munnharpa, írsk flauta, ukulele, dulcimer og melódika.

Hvenær ákvaðstu að kýla á dæmið og stofna hljómsveit, eða að byrja í hljómsveit, og hver var fyrsta hljómsveitin þín?

Það eru tvö moment sem ég veit að ollu því að ég vildi semja tónlist. Fyrst byrjaði ég að gera synthwave tónlist þegar ég var 15 ára, eftir að hafa heillast af soundtrackinu í fyrstu seríu af Stranger Things. Þá var ég mikið að leika mér með syntha í FL Studio, án þess að kunna neitt mikið á hljóðblöndun eða hvernig hljóðgervlar virka. En ég hafði tónfræði kunnáttuna til þess að semja lög og birta þau á YouTube. Tveimur árum eftir það kynntist ég prog rokki, eftir að hafa verið ráðlagt að hlusta á King Crimson og þá átti ég langa opinberun framundan. Að vinna á bókasafni með helling af vínylplötum og geisladiskum gerði það auðvelt fyrir mig að fara í gegnum lista á netinu með yfirlit yfir bestu prog rokk plötunum og taka vínyl með mér heim að láni. ‘Close To The Edge’ eftir Yes og ‘2112’ eftir Rush er það næsta sem ég hef komist að því sem kallast ‘transcendence’. Þá fékk ég brennandi áhuga á “odd” takttegundum og alls konar hljóðfærum sem mig langaði að nota í minni eigin tónlist. Að mestu leyti hefur það passion farið fram í mínu eigin svefnherbergi en ég hef líka spilað í hljómsveitum af og til yfir árin með vinum.

Ertu með fleiri járn í eldinum – project? 

Til hliðar við Samosa, er ég mikið að prófa mig áfram í hljóðhönnun og “scoring”, en ég hef gert hljóð fyrir ýmis verkefni vina minna, 3d-teiknimyndir og stuttmyndir o.fl. Auk þess að ég gerði endurhönnun á hljóði fyrir trailerinn á Elden Ring tölvuleiknum. Þá samdi ég tónlistina fyrir hann og setti upp allt hljóðið upp á nýtt. Það er mjög gefandi ferli sem ég hef mikinn áhuga á að halda áfram að gera.

Jæja, tölum um Samosa. Segðu mér frá upphafinu og fram til dagsins í dag um Samosa, hvenær þú fórst af stað og hvernig tónlist erum við að tala um?

Samosa er hugmynd sem ég byrjaði að móta þegar ég var í hljóðtæknináminu 2021 og hef á þessu ári náð að koma af stað. Það sem er í gangi núna er fjórleikur af smáskífum eða ‘EP’-plötum sem eru allar nefndar eftir fjórum landvættum Íslands. Hver plata er öðruvísi tónlistarstefna og tekur á mismunandi málefnum sem hrjá okkur í veruleikanum. Ég hef meira að segja skrifað (á ensku) söguna á bakvið hvert lag á heimasíðunni minni. Sögurnar tengjast allar saman í gegnum eina heila sögu sem fjalla um að ef landvættir Íslands væru lifandi í nútímalegri fantasíu-útgáfu af Íslandi; hverju myndu þau vera ósammála um? Það er búið að vera sérstaklega skemmtilegt að þróa þennan heim og þessa karaktera. Drekabúningurinn fyrir Dragons At Home var keyptur á netinu en fuglabúningurinn fyrir Birds Of A Figment Sky var aftur á móti saumaður heima, svo hann er einn sinnar fuglategundar í heiminum. Mér finnst ég vera að skapa fínt safn af karakterum, með miklum innblástri frá Peter Gabriel þegar hann var á sviði með Genesis. Eða eins og Laddi, þar sem drekinn er minn Eiríkur Fjalar og fuglinn er minn Saxi læknir.

Hver sá um upptökustjórn og útsetningar og spilar þú á öll hljóðfæri á plötunni?

Ég sá sjálfur um upptökustjórn, útsetningar og hljóðblöndun en hljóðjöfnun er gerð af öðrum aðila sem ég sendi tónlistina mína til. Mér líður best með það að fá einhvern annan til að gera loka yfirferð á öllu sem ég ræð við sjálfur, svo það sé aldrei bara einn sem hefur ræður öllu ferlinu. Sömuleiðis fæ ég hljóðfæraleikara til mín í upptökur, en vinkona mín spilaði á þverflautu í lögunum Let It Pass og Figment Sky sem í bæði skipti gerði lögin margfalt betri. Tónlistinni fylgir mikil myndlist sem ég nota til að auglýsa á netinu bæði á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum. Allt auglýsingarefnið er galdrað fram af félaga frá Tyrklandi. Fyrir hvern landvætt er gerð ein mynd sem tengjast allar í eina forsíðu fyrir Double LP-útgáfu á Landvætta-smáskífunum. Það mun vera á streymisveitum sem ein heil plata ásamt aðskildu smáskífum. Ef ég næ í nægilegt fjármagn þá vonandi verða einhverjar áþreifanlegar vínylplötur skreyttar þessari  myndlist.

Hefuru gert myndband eða myndbönd?

Það kemur alltaf á óvart hvernig ferlið þróast þegar maður byrjar á lagi. Það byrjar bókstaflega alltaf bara á einhverju fikti, sem verður að einhverri súpu og svo er maður að laga súpuna til í nokkra daga á eftir. Textinn og söngurinn kemur alltaf síðast því ég hef minnstu trú á mér í þeim málum en það einhvern veginn reddast alltaf á endanum, stundum mjög auðveldlega en stundum eftir mikið strit. Það eru engin myndbönd komin út eins og er, en ég stefni á tökur á einu svoleiðis fyrir lagið Dragons At Home. Ef allt gengur upp, gæti það komið út um svipað leyti og næsta plata í lok sumars.

Hvernig viðtökur hefurðu fengið eftir að þú settir inn á Spotify? 

Útgáfa á tónlist frá Samosa mun vonandi aldrei enda, en tónleikar er góður möguleiki í framtíðinni svo fremur sem ég safna saman liði í það. Það er ágætlega mikið í gangi í hverju lagi sem ég væri til í að gera rétt á sviði með nóg af hljóðfæraleikurum, en það verður bara að koma í ljós.

Hefurðu í hyggju að gera tónlistina að þinni atvinnu – verða atvinnutónlistarmaður? 

Fyrir utan tónlist hef ég sjálfsagðan áhuga á allri menningu og listformum. Fantasíu-bókmenntir spila mikinn þátt í því amateur world-building sem er í gangi í Landvættunum, þar á meðal er mikill innblástur frá Discworld. Auk þess, nýt ég matar- og kokteilagerðar í botn og er alveg að ná tökum á innanhúss garðyrkju.

Hvernig sérðu fyrir þér Samúel Reynisson eftir tíu ár? 

Hann verður vonandi kominn hátt í tug af útgefnum plötum, byrjaður að láta reyna á kvikmyndaheiminn og nær að halda flestum plöntum á lífi sem eru ekki eingöngu þykkblöðungar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -