Kventónskáld í fararbroddi á tónleikum í Hörpu um helgina

top augl

Tónlistarhátíðin Seigla fer fram í Hörpu dagana 5.-7. ágúst næstkomandi.

Kammer- og söngtónlist verða í fararbroddi dagskrár hátíðarinnar þetta árið. Alls munu sextán flytjendur koma fram á fimm tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en auk þeirra verða fluttir tvennir tónleikar í Hörpuhorni en hinir síðarnefndu verða opnir almenningi án endurgjalds.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér á síðu Seiglu festivals og á vefsíðu Hörpu.

Snið tónleikanna verður með óhefðbundnum hætti að því leyti að Salnum verður snúið við. Áhorfendur sitja á pöllum á sviði Eldborgar og hafa þannig salinn sjálfan í bakgrunni.

Af stórum hluta verða leikin verk eftir tónskáld sem eru konur, til að mynda Amy Beach, Clara Schumann og Lili Boulanger

Upphafsmaður hátíðarinnar er Erna Vala Arnardóttir, 26 ára píanóleikari hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu ár. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna en þar má helst nefna heiðursorðuna Hvítu Rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö, og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA píanókeppninnar á Íslandi.

Þá var hún ein verðlaunahafa Ungra einleikara árið 2014. Erna Vala hefur leikið einleik með bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna. Síðustu misseri hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi á Íslandi, á síðasta ári hefur hún meðal annars leikið einleikstónleika við Tíbrá, Menning á miðvikudögum og Beethoven 251 tónleikaraðir Salarins í Kópavogi, verið gestalistamaður Við Djúpið, og leikið einleikstónleika í Stykkishólmi og Akureyri.

Hún hefur komið fram sem gestalistamaður ýmissa hátíða erlendis, til dæmis Arctic Initiative í Washington D.C., Albignac Piano Festival í Frakklandi og Trinity Laban samtímalistahátíðar í London. Erna Vala stofnaði menningarfélagið Íslenska Schumannfélagið sumarið 2020 og starfar sem formaður þess. Erna Vala er stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Seiglu sem haldin er árlega í byrjun ágúst í Hörpu.

Erna Vala lauk meistaragráðu í píanóleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki hjá Hömsu Juris vorið 2019. Hún hóf doktorsnám sama ár við USC Thornton School of Music í Kaliforníu sem Fulbright styrkþegi undir handleiðslu Bernadene Blaha. Áður lauk hún bakkalárgráðu og diplóma í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté.

Erna Vala nýtur listamannalauna um þessar mundir og næsta vor mun hún útskrifast með meistaragráðu í hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands.

Í spilaranum hér að neðan má svo sjá brot úr verkinu „Hallelujah Junction“ sem flutt verður á hátíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni