Þorsteinn Úlfar ræktaði hamp í stofuglugganum: „Þetta var bara sjálfsvörn að skrifa þessa bók“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er enginn annar en rithöfundurinn, afglæpasinninn og hampaktivistinn Þorsteinn Úlfar Björnsson. Hér er brot úr viðtalinu.

Þorsteinn sem hefur gefið út ógrynni af bókum tengdum gróðri og ræktun allskonar og ber helst að nefna bækurnar Villigarðurinn og Funga sem er bók um sveppi. Þátturinn í Þvottahúsinu fjallaði hinsvegar um hampinn eða Cannabis sativa eins og hann er nefndur.


Gaf út bók í sjálfsvörn


Þorsteinn gaf út árið 1978 bók sem bar heitið Hampur, inni og úti ræktunarleiðbeiningar. Sú bók er orðin að vissu költ fyrirbæri í heimi hampaktivista á Íslandi enda má segja að með útgáfu þessarar bókar hafi Þorsteinn stimplað sig inn sem vissan frumkvöðul á þessu sviði og verið langt á undan sinni samtíð. 

„Bókin er bara leiðbeiningar um það hvernig þú eigir að rækta hampinn. Ég átti svona Dísa-páfagauk á þessum tíma og hann vildi ekki borða hampfræin, þau urðu eftir í skálinni. Eins og ég geri með öll fræ sem ég fæ upp í hendurnar, þá prófaði ég að henda þeim í mold. Og það spruttu upp þessar líka fínu plöntur, æðislega fallegar og ég komst fljótt að því að þetta væru hampplöntur. Ég viss ekki einu sinni hvaða fræ þetta voru,“ sagði Þorsteinn um tilurð bókarinnar Hampur, inni og úti ræktunarleiðbeiningar. „Ég og fyrri kona mín vorum nýflutt á Flyðrugranda 4 og bjuggum sem sagt á neðstu hæðinni og höfðum smá prívat garðskika og það var ekki búið að ganga frá lóðinni. Þegar ég var búinn að lesa mér til um þessa jurt hugsaði ég með sjálfum mér „Ég get búið til limgerði í kringum þennan blett okkar úr hampi. Og það skiptir engu máli þó hann drepist í haust, það verða settir upp runnar næsta vor“. Svo óx þetta bara helvíti vel og ég setti stærstu plöntuna út í stofuglugga og það liðu einhverjir tveir til þrír dagar og þá var fíkniefnalögreglan mætt á staðinn. Þannig að þetta var bara sjálfsvörn að skrifa þessa bók.“

Illgresi andskotans

Nú í lok Apríl gaf hann Þorsteinn út bókina Illgresi andskotans. Bókin er ein allsherjar handbók um hampinn, kanabínóðana sem hampinn inniheldur sem og sögu hampsins og herferðinni sem fyrir aðeins um 100 árum síðan var beitt í þeim tilgangi að sverta hann og gera ólöglegan. Þeir ræddu í viðtalinu einmitt um það hvernig upp úr aldarmótunum 1900, hagsmunaaðilar í pappírsiðnaði og bindindispostular settu af stað hreyfingu sem svo átti eftir að vinda upp á sig og gera hampinn ólöglegan. Það voru allskonar fordómar sem beindust að Mexíkóum sem hafði mikið um það að segja.

„1906 er byrjað að andskotast í hampinum. Og hverjir stóðu þar í framlínunni? Það voru trúarofstækismenn og bindindispostular. Engir aðrir. Og af hverju? Jú, „helvíts Mexíkóarnir sem eru að týna bómullina í Suðurríkjunum, þeir vilja ekki víma sig með áfengi, þeir eru að nota kannabis!“ Þeir höfuð engan áhuga á að víma sig með áfengi sem þeir höfuð hvort eð er ekki efni á, þetta óx villt,“ útskýrði Þorsteinn fyrir þeim Wiium bræðrum, um upphaf fordómanna gegn hampinum.

Stáliðnaður, textil, plast og pappír komu sterkt inn í baráttuna sem sterkir hagsmunaraðilar á móti allri hamprækt. Í áratugi hefur hampurinn og hans óendanlegu möguleikar einfaldlega legið nánast í dvala sökum áróðurherferðar hins kapitalíska iðnaðar. 

Þetta er að breytast en fyrir um þremur árum varð löglegt að flytja inn iðnaðarhampfræ sem er löglegt til ræktunar, THC innihald plöntunar má ekki fara upp fyrir 0,2% sem að sögn Þorsteins er auðvelt að stýra í hönnun. Þorsteinn segir að í raun séu bara um eina plöntu ræða er talað er um iðnaðarhamp og svokallaðan lyfjahamp. Eini munurinn er í raun bara innhaldsmunur á THC svona að mestu leiti, svo að tala um að það sé um tvær mismunandi plöntur að ræða er kannski ekki rétt heldur eigi að tala frekar um mismunandi afbrigði af sömu plöntu, Cannabis Sativa.

„Iðnaðarhampur er það afbrigði af Cannabis Satvia sem búið er að rækta bara með skipulögðum hætti og hugsanlega með einhverju genafikti, ég veit það ekki, það er að minnsta kosti búið að rækta úr henni nánast alla framleiðslu á THC,“ útskýrir Þorsteinn fyrir bræðrunum hvað iðnaðarhampur í raun er.

Þennan athyglisverða þátt má sjá i heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan eða heyra á flestum streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni