Föstudagur 12. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

5 leiðir til að borða meira grænmeti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Með góðu skipulagi og breyttu viðhorfi geturðu aukið grænmetisneysluna.

Þrátt fyrir að grænmeti sé virkilega hollur og góður matur eiga margir í erfiðleikum með koma því að einhverju magni inn í máltíðir sínar. Ástæðurnar geta verið margvíslegar en með góðu skipulagi og breytingu á viðhorfum getum við öll aukið grænmetisneysluna og notið hennar vel.

Fljótvirkar eldurnaraðferðir
Frosið niðurskorið grænmeti er gott að eiga til að grípa í þegar tíminn er naumur. Þú einfaldlega skellir því á pönnu í nokkrar mínútur og ert komin með fínasta meðlæti á örskotstundu. Ef mikið liggur við má einnig sjóða grænmeti, frosið og ófrosið, í örbylgjuofni. Grillað grænmeti er líka sjúklega gott.

Undirbúðu þig
Sniðugt er að skera niður fullt af grænmeti eins og papriku, gulrætur, spergilkál og fleira þegar þú hefur tíma og setja í litlar pakkningar sem hægt er að grípa til þegar tíminn er takmarkaður. Litlu pakkana getur þú svo gripið í millimál, skellt í salatið, notað með hummus eða sett í grænmetisvefjur svo dæmi séu tekin.

Frosið grænmeti
Frosið grænmeti er alveg jafnríkt af næringarefnum og ferskt grænmeti. Það er fljótlegt og auðvelt í notkun og þú þarft ekki að eiga á hættu að það skemmist innan fárra daga. Þú getur bæði keypt frosið niðurskorið grænmeti í pokum eða skorið niður þitt eigið og fryst. Tilvalið er að eiga fjölbreyttar tegundir í frysti til að eiga eitthvað við öll tækifæri.

Litríkara salat
Lífgaðu upp á salatið með því að blanda litríku grænmeti í það eins og rifnum radísum, hökkuðu rauðkáli, svörtum baunum, rauðum paprikusneiðum eða baunaspírum. Salatið mun ekki aðeins líta betur út heldur verða miklu betra á bragðið.

Gerðu grænmetissúpur
Búðu til grænmetissúpur frá grunni með fullt af girnilegu grænmeti. Víða er hægt að fá uppskriftir að alls konar girnilegum súpum, ekki síst á Netinu. Endilega eldaðu alltaf stóra skammta til að geta átt afganginn í frysti. Þú getur sett afganginn í nokkur ílát sem passa sem máltíð fyrir einn og er tilvalið að taka með sér sem nesti í vinnuna.

- Auglýsing -

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / NordicPhotos

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -