Fimmtudagur 18. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Allt sem ég geri tengist sköpun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Katie Knight

„Allt sem ég geri tengist sköpun. Nátturulega fæ ég mest úr því að mála. Að mála er eins og ástarsamband eða ástríðufullur dans. Nándin sem ég skapa með efniviðnum, ávexti tjáninganna og það að skoða vinnu mína reglulega, heldur mér stöðugri.“ Hún sest í sófann áður en áfram er haldið, „Ég mála af ákafa í löngum lotum. Stundum líður mér eins og ég sé að labba í náttúrunni með bundið fyrir augun.“

Málverk Michelle Bird gefa frá sér blöndu af tilfinningarlegri næmni og mismunandi menningarheimum. Hafandi erft augu fyrir klassík frá Móngólska-Kínverska föður hennar og eldmóð fyrir byggingarlist frá vestrænni móður hennar, stendur list Michelle á krossgötum sterkra menningarlegra afla. Hún byrjaði ung að elska mismunandi liti í uppeldi sínu á Hawaii, þar sem sólsetrin sýna margbreytileg græn leiftur. Þegar fjölskyldan hennar flutti aftur til Kaliforníu, bætti hún áferðum við aðferðir sínar í listsköpun. Áferðir frá gömlum rauðviðar skógum, þokum San Francisco, bústnum vínberjum og eyðimerkur sandi.

„Almennt þá byrja ég með tilviljunarkenndri stroku með pensli. Hvort sem það er abstrakt eða fíguratívt, velti ég fyrir mér strokunni þangað til að hún leiðir mig í næsta skref. Með því að tengjast striganum og að vera meðvituð um nærveru mína, hlusta ég á málverkið.

Þetta er það sem ég deili í vinnustofum mínum, að upplifa látbragðið í gegnum okkur sjálf, að hlusta á strigann, að loka augunum og finna leið í gegnum málverkið. Það að hafa hljóðið sem leiðsögn leysir eitthvað eðlislægt í okkur öllum.“

Michelle heldur námskeið í listmálun fyrir fyrirtæki, skóla, fjölskyldur og félög, á einstöku vinnustofu sinni í Borgarnesi með útsýni yfir Faxaflóa. Þátttakendur í námskeiðinu munu koma þaðan orkumikil og innblásinn af skapandi reynslu sinni. Oft er þessari nýstárlegu reynslu lýst sem hópeflandi og að hún opni augu þátttakenda fyrir því hversu langt þeir hafa rekið frá sköpunarkjarna sínum. Öðrum fannst það mjög gott að sleppa takinu af fullkomnunarárattunni og leyfa sjálfum sér eðlislæga nálgun að sköpun. Ástríða Michelle er að skapa rými sem kveikja sköpunarneista sem stuðlar að því að tengja okkur við hugmyndaflæði heilans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -