Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Nethrellir hótaði Dísu slátrun með hnífi: „Þetta var auðvitað hræðilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dísa Dungal áttaði sig ekki á alvarleika málsins þegar nethrellir byrjaði að áreita hana og fylgjendur hennar á Instagram. Það var vinkona hennar sem starfar hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem opnaði augu Dísu fyrir því að verið var að beita hana ofbeldi. Dísa kærði málið til lögreglunnar sem gat ekkert aðhafst í málinu vegna þess að kerfið einfaldlega býður ekki upp á það. Hún vill leggja áherslu á að fólk segi frá, sama hversu ómerkileg því finnist upplifun og reynsla þess vera.

Dísa hefur verið dugleg að sýna fylgjendum sínum á Instagram frá lífi sínu þar sem hún heldur úti reikningi undir notandanafninu @disadungal. Eftir að hún kom heim frá þátttöku í fegurðarsamkeppni í Dóminíska lýðveldinu tók hún eftir því að einhver var að búa til gerviaðgang á Instagram og tagga hana, taka sér nafnið hennar og stela myndum af hennar aðgangi.

„Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en eftir því sem tíminn leið ágerðist áreitið og þessi aðili var farinn að áreita fylgjendur mína, skrifa athugasemdir undir mínu nafni og setti inn alls konar móðganir og hótanir. Ef einhverjir fylgenda minna skrifuðu til dæmis eitthvað fallegt við myndir af mér skrifaði hann eitthvað ljótt við athugasemdina þeirra og jafnvel hótanir.“

Það þýddi lítið fyrir Dísu að tilkynna málið til stjórnenda Instagram því þótt gerviaðgöngum sé tafarlaust eytt ef tilkynning berst bjó nethrellirinn bara til nýjan aðgang í hvert sinn sem hún tilkynnti hann.

„Á tímabili var hann farinn að búa til fjóra, fimm aðganga á hverjum degi,“ segir hún og hristir höfuðið í vantrú.

„Hann var farinn að deila myndunum mínum og myndböndum og símanúmerinu mínu, áreita mig og fylgjendur mína, þykjast vera ég og þykjast vera aðrir fylgjendur mínir eða vinir mínir auk þess sem hann sendi fólki ljótar hótanir. Þetta var auðvitað hræðilegt og hótanirnar, sem stundum voru morðhótanir, voru virkilega grófar.“

- Auglýsing -

Dísa er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir voru að gefa út sína fyrstu barnabók. Í viðtali við Vikuna segja þær að það sé ekkert hættulegt að segja börnum að þau megi vera eins og þau eru, hafa áhuga á því sem þau hafa áhuga á, elska þann sem þau elska og klæða sig eins og þau vilja klæða sig.

- Auglýsing -

Ásta Margrét Jónsdóttir förðunarfræðingur segir frá starfinu og segir það heillandi að skapa nýjar persónur eða nýta andlit og líkama fólks sem vettvang sköpunar.

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur var að senda frá sér skáldsöguna Yggdrasill, þar sem hún heldur áfram með sögur kvenna á landnámsöld. „Mér finnst þessi horfni heimur landnámsfólksins svo gríðarlega heillandi, sér í lagi yfirnáttúrulegi hluti hans.“

Helga Margrét Agnarsdóttir lögfræðinemi er undir smásjánni. Hún segir Britney Spears mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi.

Katrín Ósk Jóhannsdóttir ákvað að láta drauma sína rætast og hefur nú stofnað eigið fyrirtæki þar sem hún gefur út barnabækur sínar, ásamt tengdum vörum. Katrín Ósk lætur gott af sér leiða og hluti af ágóða bókarinnar Mömmugull rennur til Umhyggju, styrktarsjóðs fjölskyldna langveikra barna, nú í nóvember,

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um tísku, fræga fólki, sálufélagann og fleira, auk þess sem Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -