Hjördís deilir jólakræsingum með okkur: Stundum kölluð „húsmóðir dauðans“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjördís Dögg Grímarsdóttir er þekkt fyrir góðar og flottar köku- og mataruppskriftir og hefur í rúman áratug rekið síðuna mömmur.is sem er með mörg þúsund fylgjendur á Facebook og Instagram.

Þessi ljúfa og jákvæða Skagakona er í forsíðuviðtali jólablaðs Vikunnar sem komið er á næsta sölustað og fæst einnig í áskrift. Ekki nóg með það, heldur sá Hjördís um að elda jólamatinn fyrir okkur og deilir uppskriftunum með lesendum Vikunnar.

Stundum kölluð „húsmóðir dauðans“

Í huga Hjördísar var Akranes alheimurinn en það átti eftir að breytast þegar Degi var boðinn samningur hjá Körfuknattleiksfélagi Grindavíkur. „Hann sló til og við fluttum í þennan yndislega bæ og bjuggum þar í sex frábær ár. Það er eitt af þeim stóru gæfusporum sem við höfum tekið. Þetta þroskaði mig á svo marga vegu og ég kynntist líka yndislegu fólki sem ég er enn í sambandi við.“

Hjördís valdi sér heimilisfræði í Kennaraháskólanum. „Þar göldruðum við fram hverja veisluna af annarri og lærðum að leggja á borð og annað. Ég færði þessa reynslu inn á heimilið mitt, en við vorum bara tvö, bakaði brauð með öllum máltíðum og prófaði nýja rétti oft í viku. Þarna starfaði ég sem kennari í Grunnskólanum í Grindavík og var dugleg að taka bakkelsi með mér og bjóða öðrum. Stundum var sagt að ég væri „húsmóðir dauðans“.“

Lestu viðtalið við Hjördísi í heild sinni í jólablaði Vikunnar.

Hlaðborð Hjördísar
Mynd / Hallur Karlsson

Sjáðu uppskriftir Hjördísar í jólablaði Vikunnar
Mynd / Hallur Karlsson

Myndir / Hallur Karlsson og úr einkasafni
Förðun / Hugrún Haraldsdóttir
Kjóll / KRÓSK by Kristín Ósk

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -