Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Leitin að næsta leiðtoga demókrata

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitin að næsta leiðtoga demókrata er hafin. Leiðtoginn sem á að tryggja þeim forsetaembættið í forsetakosningunum 2020. Hér vestanhafs hófst undirbúningur að forsetakosningum um það bil og kosningunum í nóvember lauk. Allar líkur eru á því að prófkjör demókrata verði fjölmennt partý.

Það gefur augaleið að demókratar þurfa að tefla fram sterkum frambjóðanda sem getur sigrað Donald Trump sem er fjarri lagi hefðbundinn frambjóðandi. Trump er til alls líklegur og erfitt að kortleggja. Fer fram hjá hefðbundinni fjölmiðlabaráttu og notar samfélagsmiðla eins og Twitter óspart. Pólitísk skilaboð um að hann stæði með fólkinu í landinu gegn kerfinu virtist virka síðast þó kvarnað hafi úr trúverðugleika þeirra með litlum efndum. Líklegt er að Trump verði óvæginn, beiti hvaða aðferð sem er til að vinna og haldi áfram sínu þjóðernissinnaða innflytjendarausi. Því er það kostur ef sá frambjóðandi sem verður fyrir valinu geti mætt honum af þunga á þessu svelli.

Elizabeth Warren.

Mörg nöfn eru í hattinum. Nokkur hafa þegar lýst yfir framboði þar á meðal öldungardeildarþingkonurnar Elizabeth Warren og Kamala Harris. Elizabeth Warren, fyrrum prófessor við Harvard, hefur verið hörð í gagnrýni sinni á fjármálakerfið, spillingu og óheflaðan kapítalisma. Efnislega er óumdeilt að hún er mjög hæfur frambjóðandi en hana skortir ákveðinn pólitískan sjarma, þetta óáþreifanlega sem fær fólk til að hrífast með. Helsti löstur hennar er að hún er of lík Hillary Clinton. Kamala Harris er frá Kaliforníu og þykir hafa stjörnueiginleika, hefur barist fyrir frjálslyndum borgaréttindum í þinginu og fékk mikla athygli í Brett Kavanaugh yfirheyrslunum.

Joseph R. Biden

Aðrir sem þykja líklegir eru Joseph Biden, varaforseti Obama, Eric Garcetti sem er borgarstjóri Kaliforníu og Bernie Sanders. Bernie bauð sig fram gegn Hillary Clinton í prófkjöri demókrata fyrir forsetakosningar 2016. Hann er sósíalisti, óhefðbundinn frambjóðandi og maður fólksins. Lengst af í hópi þeirra þingmanna sem hafa staðið utan flokka.

Bernie var mjög sterkur á samfélagsmiðlum í sinni baráttu með slagorðið „feel the Bern“ og hefur laðað til sín marga unga fylgjendur sem styðja sósíalískar velferðaráherslum. Joseph Biden á marga fylgjendur innan demókrataflokksins og hann hefur tvisvar áður reynt við forsetaframboð. Þá hefur John Kerry einnig verið nefndur og Hillary Clinton, en bæði þykja ólíkleg enn sem komið er.

Beto O´Rourke.

Annar mögulegur frambjóðandi er Beto O´Rourke þingmaður frá Texas. Ungur, með mikinn pólitískan sjarma og vakti athygli fyrir að ná til ungra kjósenda og að safna miklum fjármunum í baráttu sinni fyrir öldungardeildarþingsæti í Texas í nýliðnum kosningum. Öllum að óvörum var hann í miklum sjens að vinna Ted Cruz sem er stórt nafn í Texas, sem almennt er vel rautt ríki. Beto þykir þó of miðjusinnaður fyrir marga.

Bernie Sanders sterkur frambjóðandi

- Auglýsing -

Af þeim nöfnum sem eru í hattinum hlýtur Bernie Sanders að vera sterkasti frambjóðandinn enn sem komið er. Hann er maður réttlætisins, nokkuð óhefðbundinn á bandarískan mælikvarða og ókerfislægur í sínum skoðunum, rétt eins og Donald Trump. Hans helsti löstur er aldurinn. Hvort að Bernie Sanders sé hið sterka mótvægi til að fella Donald Trump verður þó að koma í ljós, en hann hefur þegar ákveðinn grunn til að byggja á sem aðrir frambjóðendur hafa ekki.

Alexandria Ocasio-Cortez

Margir skemmtilegir nýir þingmenn demókrata eru einnig að vekja mikla lukku meðal ungs fólk og  hrífa til sín fylgi og aðdáun. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez hefur verið mest áberandi í þeim hópi. Því gæti það verið sterkur leikur að fá ungan spútnik frambjóðanda sem varaforsetaefni fyrir þann demókrata sem tekst á við Donald Trump árið 2020, sérstaklega ef „hefðbundnari“ frambjóðandi verður fyrir valinu. Það verður að segja að mikið liggur við og því sjálfsagt mikil pressa á demókrötum að fella Trump.

Sjá einnig: Ný þingkona hristir upp í húsinu

- Auglýsing -

Meginatriðið hlýtur að vera að sameinast um sterkasta frambjóðanda sem er líklegur til að sigra og tefla fram öflugri strategíu. Að lesa í hið pólitíska landslag hverju sinni segir líka mikið um hvort hentugra sé að fá hefðbundinni pólitískan frambjóðanda t.d. eins og Elizabeth Warren eða meira fútt eins og fylgir Bernie Sanders þrátt fyrir háan aldur. Tilfinningin er sú að pólitískur sjarmi, sterk skilaboð með réttlætisívafi og hæfnin til að hrífa fólk með sér muni skipta miklu máli í forsetakosningunum 2020. Í öllu falli munu demókratar hafa úr mörgum að velja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -