Fimmtudagur 18. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Sagt að hún yrði sennilega komin í hjólastól um þrjátíu og fimm ára aldur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ana Marcovic ólst upp Serbíu en flutti til Íslands sem unglingur, lærði vélaverkfræði og síðan hátækniverkfræði við Háskóla Íslands og var farin að reka sitt eigið tækniteiknunarfyrirtæki þegar hún greindist með liðagigt og síðar vefjagigt sem ollu því að hún varð nánast ófær um að hreyfa sig. Ana var ekki á því að gefast upp fyrir sjúkdómunum, tók að stunda vaxtarrækt með góðum árangri og hefur margoft keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum vaxtarræktarfólks, en leiðin að þeim árangri hefur verið bæði löng og ströng.

Eftir að hafa verið greind með liðagigt og fengið verkjameðferð við henni beið hennar annað áfall, lyfin slógu bara á einkennin og henni var sagt að engin lækning væri til.

„Ég fékk verkjameðferð sem sló á alla verkina,“ segir hún brosandi. „Ég gat dansað, hoppað og gengið hjálparlaust og mér leið stórkostlega. Sú gleði entist því miður ekki lengi. Fyrst fóru liðirnir að bólgna, síðan fékk ég slæman hósta sem hvarf ekki á fimm vikum og til að bæta gráu ofan á svart fór ég að fitna mikið.

Nýjasta Vikan kemur í verslanir í dag. Mynd / Hallur Karlsson

Í samtali við gigtarlækninn komst ég að því að þessi verkjameðferð sem ég var í var engin lækning og það sem verra var lyfin bældu ónæmiskerfið sem útskýrði endalausan hóstann. Hann sagði mér að með tímanum myndu þessi lyf skemma bæði lifrina og nýrun auk þess sem liðagigtin sjálf væri þess eðlis að vefirnir sem hlífðu hjarta og lungum rýrnuðu. Hann sagði að sjúkdómurinn væri á það háu stigi hjá mér að ég yrði sennilega komin í hjólastól um þrjátíu og fimm ára aldur og það væri hætta á að ég myndi ekki lifa það að fagna fjörutíu og fimm ára afmælinu mínu.

„Sú gleði entist því miður ekki lengi. “

Eftir þessar upplýsingar fannst mér það of dýru verði keypt að vera verkjalaus þannig að ég kláraði það sem ég átti eftir af lyfjaskammtinum en endurnýjaði aldrei lyfseðilinn. Ég hef alltaf haft mikið álit á og borið virðingu fyrir heilbrigðisgeiranum og var alveg sannfærð um að það væri einhvers staðar verið að vinna að því hörðum höndum að finna lækningu við sjúkdómnum sem ég var með, ég yrði bara að vera þolinmóð og reyna að lifa eins heilbrigðu lífi og ég mögulega gæti.“

Ana segir sögu sína í ítarlegu forsíðuviðtali Vikunnar sem kemur í búðir í dag, fimmtudag.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -