Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

6 góð ráð við bakstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú nálgast jólin óðfluga og margir eru farnir að huga að jólabakstrinum. Meðfylgjandi eru nokkur góð bakstursráð sem ættu að koma sér vel.

1. Notið alltaf egg við stofuhita. Ef þið eruð í tímahraki er gott að leggja þau í volgt vatn úr krananum í skál í 5 mínútur. Svampbotnar og kökur þar sem egg og sykur eru þeytt saman heppnast miklu betur ef eggin eru ekki köld.

2. Til að koma í veg fyrir að kaka falli er gott ráð að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínútur af bökunartímanum.

3. Ofnar eru misjafnir. Byrjið á að athuga hvernig baksturinn á kökunni gengur 7-8 mínútum áður en baksturstímanum ætti að vera lokið. Kakan ætti að vera tilbúin þegar deig festist ekki á prjóni sem stungið er í miðjuna á kökunni.

4. Mikilvægt er að lesa vel yfir alla uppskriftina áður en byrjað er að baka. Síðan skulið þið taka allt til sem er í uppskriftinni. Sumum finnst gott að raða hráefninu upp í þeirri röð sem á að nota það. Farið síðan yfir tímann sem gefinn er í baksturinn. Það er ekki gaman að lenda í tímaþröng og kakan ekki tilbúin í ofninum.

5. Þegar bræða á súkkulaði verður skálin og það sem hrært er með að vera þurrt. Minnsti dropi af vökva getur orðið til þess að súkkulaðið þornar. Best er að bræða súkkulaðið við vægan hita. Mjólkursúkkulaði er viðkvæmara en það dökka.

6. Þegar blanda á saman bræddu súkkulaði og eggjarauðum er mikið atriði að svipaður hiti sé á öllu, þess vegna er oft talað um að bræða súkkulaði við mjög vægan hita yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðið er of heitt og kaldar rauður settar út í þornar allt saman og verður að klumpi. Gott ráð er að velgja rauðurnar í glasi í vatnsbaði smástund og passa hitann á súkkulaðinu.

- Auglýsing -

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -