Laugardagur 9. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Æðislegar tartalettur með aspas og sveppum sem allir verða að prófa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir eiga góðar minningar um tartalettur úr æsku en þær voru vinsælar í veislur á síðustu öld. Margir tengja þær líka afgöngum enda eru þær tilvaldar til að nota undir restar af kjöti og meðlæti. En þegar öllu er á botninn hvolft eru heitar tartalettur dásamglega góðar og tilvaldar sem kvöldmatur með góðu salati. Þessi uppskrift að tartalettum með aspas og sveppum er alger klassík og agalega góð. Tartalettur fást tilbúnar í flestum matvöruverslunum.

 

Tartalettur með aspas og sveppum
8-10 stk.

8-10 tartalettur
40 g smjör
2 msk. hveiti
1 dós aspas (400 g)
2 dl mjólk
1 dl rjómi
200 g sveppir, skornir í bita og steiktir í örlitlu smjöri
200 g skinka, skorin í bita (eða afgangar af reyktu kjöti)

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör í potti. Bætið hveiti út í og hrærið saman. Bætið safanum af aspasnum smám saman út í á meðan þið hrærið í og síðan mjólkinni. Hrærið vel svo úr verði kekkjalaus jafningur. Bragðbætið með salti og pipar og bætið rjóma út í. Bætið nú aspasnum, sveppunum og skinkunni út í og blandið varlega saman, hitið þetta í gegn. Haldið heitu. Bakið tartaletturnar í ofninum í 3-4 mín. Hellið heitum jafningnum í tartaletturnar og berið fram strax.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -