Mánudagur 22. júlí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Bleikt og freistandi rauðrófu-risotto

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rauðrófur hafa verið vinsælar hér á landi síðustu ár enda eru þær bragðgóðar, fallegar á litinn og mjög hollar. Þær innihalda sterkt rautt litarefni sem gerir matinn sem þær blandast við bara fallegri.

Ómótstæðilegt rauðrófu-risotto.

Þegar rauðrófa er skorin niður er betra að nota plastbretti eða matardisk undir hana frekar en trébretti því tréð drekkur frekar í sig rauða litinn úr rófunni. Samt sem áður er auðvelt að ná rauða litnum af flestum eldhúsáhöldum með heitu vatni. Gott er að vera í gúmmíhönskum til að sleppa við að fá litinn á hendurnar.

Soðnar rauðrófur í vakúmpökkum fást nú víða, þær er oftast að finna í grænmetisborði verslana. Þetta gerir öllum kleift að bjóða upp á rétti úr rauðrófum án fyrirvara.

Á miðöldum voru rauðrófur notaðar í lækningaskyni. Kemur fram í hinum ýmsu heimildum að þær hafi þótt góðar við meltingarvandamálum og ýmsum kvillum í tengslum við blóðið. Þær eru nánast fitulausar en með frekar háan sykurstuðul. Rauðrófur eru ríkar af járni, A-, B6- og C-vítamíni, fólínsýru, magnesíum og kalíum og eru mjög trefjaríkar.

Rauðrófur eru ekkert skyldar gulrófunum sem flestir þekkja. Þær eru af sömu ætt og spínat, eða af skrauthalaætt, en gulrófur tilheyra krossblómaætt og eru náskyldar káltegundum og fleiri góðum nytjaplöntum.

Rauðrófu-risotto
fyrir 2-3

250 g eldaðar rauðrófur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk. smjör
160 g Arborio-hrísgrjón, henta vel til að búta til risotto
1 ½ grænmetisteningur, t.d. frá Rapunzel
500 ml heitt vatn
60 ml þurrt hvítvín
1 blað lárviðarlauf
¼ tsk. cayenne-pipar
100 g fetaostur
smakkið til með salti og pipar
2 msk. fersk basilíka

- Auglýsing -

Skerið rauðrófurnar í teninga og setjið til hliðar. Saxið lauk og hvítlauk og steikið við vægan hita upp úr smjörinu. Bætið hrísgrjónunum saman við og látið malla aðeins með lauknum. Búið til soð úr sjóðandi vatni og grænmetisteningi og hellið í nokkrum skömmtum út í hrísgrjónin og látið sjóða niður. Það sama er gert með hvítvínið. Hrærið alltaf í á meðan. Setið lárviðarlaufið út í og cayenne-piparinn. Það tekur um það bil 20 mínútur að fullelda hrísgrjónin. Þegar 10 mínútur eru liðnar af eldunartímanum eru rauðrófurnar settar út í pottinn. Smakkið til með salti og svörtum pipar. Takið lárviðarlaufið upp úr og skreytið réttinn með fetaosti og ferskri basilíku.

Grunnaðferð við soðnar og bakaðar rauðrófur

Best er að sjóða eða baka rauðrófur heilar með hýðinu. Þannig haldast næringarefni, bragð og vökvi betur í þeim við eldun.

Bakaðar: Hitið ofninn í 180°C. Pakkið hverri rófu þétt í álpappír og bakið í u.þ.b. 45 mínútur, tíminn fer þó eftir stærð rófunnar. Gott er að stinga prjóni í rófurnar til að athuga hvort þær eru eldaðar í gegn.

- Auglýsing -

Soðnar: Setjið rófurnar beint ofan í sjóðandi vatn án þess að nokkuð sé búið að eiga við þær og sjóðið í u.þ.b. 45 mínútur. Alls ekki að skera rótarendann í burtu og ef stilkurinn er langur er best að skilja nokkra sentimetra eftir af honum. Ef þetta er gert þá lekur minni safi úr rófunni við eldun, þetta á í raun bæði við um bakaðar og soðnar rófur. Suðu- eða bökunartíminn fer eftir stærð en meðalrófa þarf 40-60 mínútna eldunartíma. Kælið rófuna áður en tekið er utan af henni.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -