Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Marokkóskar kjötbollur gerðar frá grunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt jafnast á við heimalagaðar kjötbollur og svo virðist sem hver þjóð eigi sína útgáfu af þeim. Þær eru tilvalinn heimilismatur og skemmtileg tilbreyting á því sem hægt er að gera úr hakki. Gaman er að prófa sig áfram með hakkið og finna muninn á mismunandi hráefnum.

 

Marokkóskar kjötbollur

fyrir 3-4

Hér eru bollurnar soðnar í sósunni sem gerir réttinn tiltölulega einfaldan.

¼ tsk. saffran
1 dl sjóðandi vatn

Bollur
600 g nauta- eða lambahakk
3 msk. sýrður rjómi eða 1 egg
2 tsk. paprikuduft
1 tsk. kumminduft
1 tsk. kóríanderduft
¾ tsk. kanill
¼ tsk. múskat
salt og nýmalaður pipar
hnefafylli fersk steinselja, söxuð frekar fínt, ef þið eigið ferskan kóríander er gott að nota hann til helminga við steinseljuna

Setjið saffranþræðina í skál, hellið sjóðandi vatni yfir og látið bíða á meðan þið gerið bollurnar. Setjið allt sem á að fara í bollurnar í skál og blandið vel saman, mótið litlar bollur úr deiginu.

- Auglýsing -

Sósa
1 laukur, saxaður mjög fínt eða rifinn
gróft á rifjárni
2 msk. smjör
1 tsk. paprika
1 tsk. kumminduft
¼ tsk. engiferduft
½ tsk. salt
1 ½ dl vatn
saffranvatnið
hnefafylli fersk steinselja, söxuð, eða kóríander, saxaður

Setjið allt sem fer í sósuna á pönnu og látið suðuna koma upp. Raðið bollunum á pönnuna og látið þær sjóða, undir loki, í 20 mín. Snúið þeim þegar suðutíminn er hálfnaður. Takið lokið af og látið sjóða svolitla stund eða þar til vökvinn hefur minnkað aðeins og sósan fer að þykkna. Bragðbætið sósuna eftir smekk með salti, pipar og e.t.v. sítrónusafa. Berið fram með kús-kús og brauði.

Umsjón/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir/Kristinn Magnússon

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -