Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Einfaldur grænmetisréttur í ofni fyrir fjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollur og góður grænmetisréttur sem gleður bragðlaukana.

Grænmetismylja
Fyrir 4

3 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 stór rauð paprika, skorin í bita
1 eggaldin, skorið í bita
2 kúrbítar, skornir í bita
3 þroskaðir tómatar, skornir niður
1 dl rjómi eða matreiðslurjómi
140 g rjómaostur eða ferskur geitaostur
1 egg
1-2 tsk. ferskt tímían eða 1 tsk. þurrkað
1 tsk. ferskt rósmarín eða ½ tsk. þurrkað
salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C. Steikið lauk og hvítlauk í olíu við vægan hita þar til hann verður glær og mjúkur. Bætið grænmetinu á pönnuna í þeirri röð sem það er talið upp og steikið áfram í 15 mín., saltið og piprið. Hellið þessu í ofnfast form. Hitið rjóma og ost saman, blandið eggi út í og hellið blöndunni yfir grænmetið. Saltið og piprið og kryddið með tímíani og rósmaríni. Stráið myljunni yfir. Bakið
í heitum ofni í 20 mín. eða þar til myljan hefur tekið gullinn lit.

Myljan
100 g hveiti
120 g haframjöl
130 g smjör
salt og pipar
Blandið öllu saman þar til samlagað.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Ernir Eyjólfsson Birtíngur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -