Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Heimalagað rauðkál með jólamatnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það klikkar ekki að hafa gott rauðkál á jólaborðinu. Hér kemur uppskrift að dásamlegu rauðkáli sem er tilvalið að bera fram með jólasteikinni.

 

3 tsk. smjör
1 stór laukur, saxaður
1 rauðkálshöfuð, skorið í ræmur
3 epli, flysjuð og skorin í grófa bita
100 ml vatn
50 ml rauðvín (má sleppa)
1 msk. rauðvínsedik
2 tsk. sykur
1 tsk. salt
¼ tsk. negull
½ tsk. múskat
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
4 tsk. sítrónusafi

Hitið smjör í stórum potti og steikið laukinn þar til hann verður glær að lit, setjið þá rauðkálið og eplin saman við. Hrærið í nokkrar mínútur.

Bætið öllu nema sítrónusafanum saman við og blandið öllu vel saman. Látið malla rólega í 30-40 mín. á lágum hita eða þar til rauðkálið er orðið mjúkt. Setjið þá sítrónusafann saman við.

Bragðbætið með salti, pipar, negul, sykri og ediki.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Heiðdis Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -