Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Seiðandi súkkulaðikaka með mokkakremi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir elska súkkulaði, það er bara þannig. Þess vegna er tilvalið að bjóða upp á súkkulaðidásemdir allan ársins hring. Hér er ein verulega góð sem allir ættu að geta hent í og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er eða sem eftirréttur í matarboð.

 

Súkkulaðikaka með mokkakremi
fyrir 12

200 g smjör
1 2/3 dl kakó
4 egg
½ tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
3 ½ dl sykur
2 ½ dl hveiti
70 g pekanhnetur, gróft saxaðar
100 g dökkt súkkulaði, gróft saxað

Stillið ofn á 180°C. Bræðið smjör í potti og blandið kakói saman við, látið kólna lítillega. Þeytið eggin og bætið salti og vanilludropum saman við þegar froða fer að myndast. Bætið því næst sykrinum saman við í litlum skömmtun og þeytið vel.

Bætið kakóblöndunni út í. Blandið hveitinu varlega saman við og loks hnetum og súkkulaði. Smyrjið tvö 24 cm lausbotna form og skiptið deiginu á milli þeirra. Bakið í 20-25 mín. Gætið þess að baka botnana ekki of lengi.

Látið kólna áður en mokkakremið er sett á milli og ofan á.

- Auglýsing -

Mokkakrem

4 dl rjómi
2 msk. púðursykur
2 tsk. skyndikaffiduft

Blandið öllu saman í skál og látið standa í nokkrar mínútur þar til kaffiduftið er nokkurn veginn uppleyst. Þeytið þar til rjómablandan er hæfilega stíf.

- Auglýsing -
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -