Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Myndband: Sjúklegur sælkerahamborgari á grillið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir elska hamborgara enda fátt þægilegra og betra en góður hamborgari á grillið.

Hammari er ný tegund hamborgara frá SS en þeir eru lausmótaðir og innihalda 20% fitu sem gerir þá einstaklega safaríka og bragðgóða. Hægt er að fá þá í þremur stærðum, í 90 g, 120 g eða 140 g sem er hagkvæmt enda sumir sem vilja þykka borgarar á meðan aðrir vilja þunna. Lausmótunin tryggir betri steikingu því hitadreifingin er jafnari hvort sem borgararnir eru steiktir á grilli eða pönnu.

En það sem gerir góðan borgara framúrskarandi er það sem sett er á milli með honum. Við á Gestgjafanum tókum þennan borgara upp á næsta stig og gerðum hann að algjörum sælkeraborgara.

Hamborgari með Havarti osti og lúxus beikoni
fyrir 2

Hamborgarasósa

¼ haus jöklasalat (Iceberg), fínt skorið
2 msk. mæjónes
1 msk. tómatsósa
1 tsk. tabasco chipotle / eða chipotle-mauk
1 tsk. Worcestershire sósa

Blandið öllum hráefnum saman í skál og setjið til hliðar.

Sýrður rauðlaukur

- Auglýsing -

1 lítill rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. eplaedik
1 tsk. sjávarsalt

Setjið skorinn rauðlauk í skál og blandið ediki saman við ásamt sjávarsalti. Látið standa í 10 mín. áður en hann er borinn fram.

Hamborgari

- Auglýsing -

2 sneiðar lúxus beikon
2 stk. Hammari 120 g eða 140 g lausmótaðir frá SS
1-2 msk. ólífuolía
1-2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1-2 tsk. dijon sinnep
2 stk. góð hamborgarabrauð
2 þykkar sneiðar af Havarti osti frá Bió búi
1 buffalótómatur, skorinn í miðlungsþykkar sneiðar

Hitið grill og hafið á háum hita. Grillið beikonið í 5-10 mín. eða þar til það er orðið stökkt og setjið á pappír til hliðar. Grillið hamborgarabrauðin með beikoninu þar til það hefur hitnað og látið til hliðar.

Penslið hamborgarana með olíu og sáldrið yfir salti og pipar. Setjið hamborgarana á grillið og grillið í 1 mín. snúið þeim því næst við og penslið grilluðu hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Grillið áfram í 1 mín. snúið hamborgurunum við og grillið áfram í 1. mín. penslið hina hliðina með ½ tsk. af dijon-sinnepi. Leggið sneiðar af osti ásamt beikoni ofan á hamborgarana og eldið áfram í 1 mín. eða þar til osturinn er byrjaður að bráðna og hamborgarinn er eldaður.

Setjið hamborgarasósu á botninn á hamborgarabrauði, leggið tómatsneið ofan á ásamt hamborgara með osti og beikoni, sýrðum rauðlauk og meira af hamborgarasósu. Berið fram með meðlæti eftir smekk.

Við pöruðum þennan rétt með áhugaverðu áströlsku rauðvíni sem heitir því skemmtilega nafni 19 Crimes, The uprising. Vínið er látið liggja í romm tunnum sem gefur því gott bragð, það er kröftugt með svolitla sætu. Vínið passar vel með grilluðu kjötinu og beikoninu.

Matreiðsla / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisering og ritstjórn / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndataka/  Hallur Karlsson og Hákon Davíð Björnsson
Klipping / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -