Sunnudagur 19. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Konur vilja í stjórn KSÍ „Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konurnar Guðbjörg Fanndal Torfadóttir og Gullý Sig hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ.
Guðbjörg er formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar og Gullý hefur mikla reynslu af störfum innan fótboltans, bæði sem leikmaður, þjálfari og fleira.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í síðasta mánuði.  Umræða hafði þá farið af stað þar sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu Kolbeins Sigþórssonar árið 2017.
Ástæða þess að Þórhildur steig fram var vegna þess að Guðni kvaðst í samtali við Kastljós ekki hafa fengið tilkynningu um kynferðisbrot inn á borð KSÍ.
Stjórn KSÍ sagði af sér í kjölfar þess að Guðni lét af störfum.

Sex eru nú í framboði til stjórnar KSÍ: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn)

Gullý segir frá ákvörðun sinni um framboðið á Facebook síðu sinni:

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira,’’ segir Gullý.

Hún segist vera metnaðarfull og telur sig geta nýtt krafta sína innan KSÍ.

- Auglýsing -

Boðað hefur verið til aukaárþings innan KSÍ þar sem kosið verður í nýja stjórn. Þá hafa margir bent á það að jafna þyrfti kynjahlutfall stjórnarinnar en í fráfarandi stjórn sátu einungis tvær konur og á annan tug karlmanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -