Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Áslaug útilokar ekki nýja herstöð: „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra útilokar ekki að ný herstöð komi til með að rísa hér á landi, þótt engin formleg áform séu uppi um slíkt. Áslaug Arna er starfandi utanríkisráðherra þessa dagana. Vísir greinir frá þessu.

Nú fara fram lendingaræfingar bandarískra landgönguliða í Hvalfirði. Af því tilefni efndu samtök hernaðarandstæðinga til mótmæla á svæðinu. Formaður samtakanna vill meina að um hreina tilviljun sé að ræða. Samtökin hafa efnt til „kræklingatínsluferðar“ á sama tíma og sama stað og æfingin fer fram.

„Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst þann 2. apríl og stendur fram til fimmtudags. Æfingin hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982.

Ráðherrar og þingmenn mættu á svæðið í morgun til þess að fylgjast með æfingunni og var Áslaug Arna stödd þar sem staðgengill Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, en sú síðarnefnda er stödd í Lúxemborg á fundum.

„Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu Vísis, aðspurð hvort það kæmi til greina að opna herstöð hér á landi að nýju. Hún sagðist ekki vita til þess að umræða hafi farið fram um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -