Sunnudagur 28. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Íslenska konan sem Ezra réðist á opnar sig: „Allt í einu er hán ofan á mér, að kyrkja mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski leikarinn Ezra Miller, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndaseríunni Fantastic Beasts and Where to Find Them og sem ofurhetjan Flash í kvikmyndum DC-teiknimyndaseríuheimsins, kom til Íslands í fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins og varð reglulegur gestur á börum miðbæjarins. Ezra réðist á konu á Prikinu í apríl árið 2020, sem nú hefur opnað sig um málið í viðtali við Variety.

Ezra Miller skilgreinir sig sem kynsegin og notar fornafnið „hán“, sem verður notað í fréttinni.

„Það var alltaf eitthvað með Ezra,“ segir Carlos Reynir í samtali við Variety, en hann var barþjónn á Prikinu á þeim tíma sem Ezra stundaði barinn. Hann segir tvö tilfelli hafa komið upp þar sem hann þurfti að hafa afskipti af Ezra. Fyrra skiptið hafi verið rifrildi milli Ezra og annars manns, sem hafi byrjað sakleysislega en endað þannig að Ezra tók manninn hálstaki og sló hann. Carlos segist hafa gengið á milli þeirra og leyst slagsmálin upp, og að Ezra hafi síðar beðið manninn afsökunar. Hinn maðurinn hafi ákveðið að hrista atvikið af sér og afskrifa það sem brandara. Ezra hafi því fengið að koma á barinn áfram.

„Við afskrifuðum þetta bara sem tvo drukkna vini sem lentu í slagsmálum,“ segir Carlos. „Þetta er Ísland. Það gerist tvisvar hverja helgi.“

Tók konu hálstaki

Seinna atvikið var ekki hægt að afskrifa svo glatt. Það var þegar Ezra réðist á unga konu á Prikinu, tók hana hálstaki og ýtti í jörðina. Myndband af árásinni fór í dreifingu í apríl árið 2020 og vakti heimsathygli.

Variety ræddi við konuna eftir að atvikið átti sér stað, en hún hefur nú gefið miðlinum leyfi til þess að birta svör sín. Hún kaus að koma fram undir nafnleynd.

- Auglýsing -

Myndbandið sýnir að Ezra gengur á konuna, sem brosir, veifar handleggjunum og gengur að háni. „Viltu slást? Er það það sem þú vilt?“ spyr hún. Ezra grípur um háls hennar og hún tekur andköf. Samkvæmt Variety greip einstaklingurinn sem tók upp myndbandið þá inn í aðstæðurnar.

Samkvæmt heimildum Varitey hafði konan átt í samræðum við Ezra á barnum fyrir atvikið. Hún segist sjálf hafa spurt hán út í sár á fótum hans, sem voru sýnileg þar sem hán klæddist sandölum. Hán á þá að hafa sagt að um bardagaör væri að ræða, eftir slagsmál. Eftir að hafa rætt hvernig hán fékk sárin hafi hún gengið á brott en snúið sér við og sagt í gríni: „En bara svo að þú vitir það, þá gæti ég unnið þig í slag“. Ezra á þá að hafa svarað: „Viltu slást í alvöru?“ og konan hafi þá sagt háni að hitta sig á reykingasvæðinu eftir tvær mínútur.

Hún segir Ezra loks hafa gengið á hana fyrir utan staðinn. „Ég hélt að þetta væri bara fíflagangur – en svo var ekki.“

- Auglýsing -

Hún segist hafa sagt háni að hitta sig á reykingasvæðinu í gríni og Ezra hafi virst taka því sem slíku, þar sem hán hélt kyrru fyrir inni á staðnum. Vinur konunnar hafi hins vegar farið til Ezra og sagst hafa heyrt að leikarinn vildi ekki slást. „Vinur minn hefði ekki þurft að segja það,“ segir hún. „Þetta var auðvitað bara grín – en Ezra tók því bókstaflega, varð mjög reitt og kom hlaupandi út.“ Það var þá sem einn af vinum konunnar byrjaði að taka samskiptin upp á símann sinn.

„Allt í einu er hán ofan á mér, að kyrkja mig, öskrandi hvort ég vilji slást. Vinur minn sér að þetta er greinilega ekki fíflagangur og greinilega alvarlegt, svo hann hættir að taka upp og ýtir háni af mér á meðan Ezra er enn að reyna að slást við mig. Tveir karlkyns vinir mínir héldu í Ezra á meðan hán öskraði: „Þetta er það sem þú vildir! Þetta er það sem þú vildir!“

Konan segir Ezra hafa hrækt nokkrum sinnum í andlit vinar síns – eitthvað sem þótti hættulegt á þessum tíma í heimsfaraldri án bóluefna. Hún segir að barþjónn, Carlos Reynir, hafi hlaupið út til þeirra til þess að leysa upp slagsmálin.

Þurfti að loka staðnum

„Ezra grípur um hálsinn á mér þegar ég er að reyna að koma háni út bakdyramegin og segist ekki ætla að fara,“ segir Carlos Reynir. Hann segir Ezra hafa haldið því fram að vinir konunnar hafi ýtt háni. „Sem þeir gerðu ekki,“ segir hann.

„Hán hrækti í andlitið á mér nokkrum sinnum, en mér tókst að ýta háni út og loka og læsa hurðinni.“

Carlos segist hafa þurft að læsa inngangi barsins, þar sem Ezra hafi hlaupið hringinn og byrjað að berja á hurðina og öskra að háni skuli hleypt inn. Á endanum hafi tveir vinir leikarans komið háni inn í bíl og keyrt á brott.

„Ég held að þetta atvik hafi verið það sem eyðilagði orðspor Ezra á Íslandi. Hán hætti að koma á aðra bari fljótlega eftir þetta,“ segir Carlos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -