Sunnudagur 28. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Maður gekk um með sveðju í miðbæ Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í í gærkvöldi og nótt. Þannig þurfti hún að hafa afskipti af manni í austurborginni sem var með rafstuðkylfu (tazer). Kylfan var haldlögð og er maðurinn grunaður um brot á vopnalögum.

Í miðbæ Reykjavíkur var maður í stunguvesti með sveðju. Hann var staddur við veitingastað þegar lögregla hafði afskipti af honum rétt fyrir klukkan hálf eitt í nótt. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglusöð þar sem hann var kærður fyrir brot á vopnalögum en síðan látinn laus. Lögregla haldlagði bæði vestið og hnífinn.

Stuttu fyrir klukkan fimm í nótt voru menn í annarlegu ástandi handteknir í miðborginni. Fyrri maðurinn er grunaður um líkamsárás og var sagður hafa verið að veitast að fólki. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Í hinu tilfellinu var um að ræða tvo unga menn sem einnig voru í annarlegu ástandi og grunaðir um líkamsárás. Þeir voru sömuleiðis vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þónokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Sömuleiðis var eitthvað um að fólk væri tekið fyrir hraðakstur þar sem lögregla var við mælingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -