Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi
Í nýrri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra er greint frá því að hann hafi, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta. Jarðskjálftahrina hófst snemma í morgun 25. október og er enn í gagni.
„Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.“
Ýmir sérfræðingar hafa á undanförnum mánuðum talið að mögulegt gos verði á svæðinu fljótlega.