Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Flóðbylgjuviðvörun í Japan eftir stóran skjálfta: „RÝMING“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Ishikawa-hérað á vesturströnd Honshu, enn það er stærsta og fjölmennasta eyja Japans.

Samkvæmt frétt RÚV gildir viðvörunin í 300 kílómetra radíus frá skjálftamiðlu. Þá er almenningi jafnfram sagt að koma sér í burtu frá strandlengjunni og hærra upp í land.

BBC greinir frá því að óttast sé að ölduhæð geti náð allt að fimm metrum í Noto. Þá gæti ölduhæðin náð þremur metrum í nágrannahéruðunum, Niigata og Toyama.

Opinber sjónvarpsstöð skellti orðinu „RÝMING“ upp í stórum stöfum og hvöttu þannig íbúa til að flýja hærra upp í landið, þrátt fyrir vetrarveðrið.

Stjórnendur stærsta framleiðanda kjarnorku Japans, Kansai Electric, segir að ekki hafi orðið var við „neitt óvenjulegt“ í kjarnorkuverum á þeim svæðum sem urðu fyrir skjálftanum.

- Auglýsing -

Veðurstofa Suður Kóreu varar við því að flóðbylgjurnar getu skollið á austurströnd landsins milli 9:29 og 10:17, að íslenskum tíma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -