Laugardagur 27. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Útför John Snorra fer fram í dag: „Af­reks­maður, ein­stak­ur fjöl­skyldu­faðir og mannvinur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í þinni hinstu ferð fórstu á sama fjallið en í þetta skipti var það þín sál sem þú barst til himna. Ég sé mömmu, pabba og ömmu Krist­ínu taka á móti þér og hugga, þar sem þú varst ekki til­bú­inn að fara frá okk­ur“, skrifar Kristín Sigurjónsdóttir um bróður sinn, John Snorra Sigurjónsson en útför hans fer fram í Vídalínskirkju í dag klukkan 13.

John Snorra var saknað á fjallinu K2 í Pakistan þann 5. febrúar 2021.

John Snorri fædd­ist í Reykja­vík 20. júní 1973. Hann bjó í Garðabæ með Línu Mó­eyju eig­in­konu sinni og fjór­um af börn­um þeirra, og stóð öll fjölskyldan þétt að baki fjallamennsku John Snorra.

John Snorri var mikill fjallaáhugamaður og var fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að kom­ast á topp K2, einn af innan við 300 manns til að sigra þetta annað hæsta og annað hættulegasta fjall heims. Hann kleif á marga hæstu tinda heims og hafði til að mynda klifið þrjú af hæstu fjöllum í heimi á stuttum tíma auk fjölda annarra í gegnum árin.

Auk þess starfaði John Snorri hjá Ferðafé­lagi Íslands og sem björg­un­ar­sveit­armaður fyrr á árum.

Mikill fjöldi minnist John Snorra á útfarardegi hans og skrifar systir hans að hann hafi drifið sig af stað á eitt hættu­leg­asta fjall í heimi strax eft­ir að pabbi þeirra dó, til að fylgja hon­um til himna þar sem mamma þeirra beið hans.

- Auglýsing -

John Snorra er lýst sem gulli af manni, með góða nær­veru, ljúf­an í skapi og hlát­ur­mild­an öðling.

„Og göngu­ferð lífs­ins held­ur áfram og það er bara eina leiðin, halda áfram og tak­ast á við ný verk­efni. Og þó að John sé ekki leng­ur á meðal okk­ar í lif­andi lífi, bros­andi og geislandi glaður, þá varðveit­um við í hjarta okk­ar minn­ing­ar um sann­kallaðan af­reks­mann, ein­stak­an fjöl­skyldu­föður, mann­vin og góða mann­eskju,“ skrifar Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í minningu John Snorra.

Guð blessi minningu Johns Snorra Sigurjónssónar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -