Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Páll Óskar vill elskhugann aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Óskar hefur sent frá sér nýtt lag, Djöfull er það gott, það fyrsta sem hann sendir frá sér í þrjú ár. Óhætt er að segja að ferskur tónn sé í laginu sem er nokkuð frábrugðið fyrri tónlist söngvarans. Sjálfur segir hann að það hafi algjörlega verið kominn tími á nýjan hljóm.

„Þetta er svona platónskt en ljúft „sexy break up“-lag, sem fjallar um sambandsslit og gengur út á það að ég er að reyna að ná elskuhuganum til baka“ segir Páll Óskar. „Það fjallar um höfnun, sem er auðvitað tilfinning sem margir hafa upplifað og tengja við, en fyrir mig persónulega fer þetta lag með mig á sama stað og lögin Love to love you baby, með Donnu Summer, og Any time, Any place með Janet Jackson. Þetta eru lög sem eiga það sameiginlegt að kynlífið lekur af þeim.“

Djöfull er það gott, er fyrsta lagið sem Páll Óskar sendir frá sér í þrjú ár. Það er sexí, ansi fönkað og með mikla sál og þykir vera töluvert frábrugðið þeirra tónlist sem hann hefur áður sent frá sér. „Það var kominn tími á nýtt sound,“ segir hann hreinskilinn og bætir við að hann hafi prófað tólf mismunandi útgáfur af laginu, tólf texta og tólf viðlög, þannig að lagið hafi verið talsvert lengi í vinnslu. „En þetta er útkoman,“ segir hann hreykinn, „og ég gæti ekki verið ánægðari.“

„Þegar svona ástand skellur á eru viðbrögðin í þínum höndum.“

Það eru tónlistarmennirnir og bernskuvinirnir Sveinn Marteinn Jónsson og Egill Örn Rafnsson, trommari Dimmu, sem koma að gerð lagsins ásamt Páli Óskari. „Þeir buðu mér í heimsókn og leyfðu mér að heyra nokkur demo og ég stökk á þetta strax og byrjaði að skrifa texta,“ segir hann.

Læsti sig inni í hljóðveri

Líkt og aðrir fór Páll Óskar ekki varhluta af áhrifum COVID-10 faraldursins, en hann segist hafa notað tímann vel í samkomubanni; hann hafi einfaldlega læst sig inni í hljóðveri og samið mikið. „Þegar svona ástand skellur á eru viðbrögðin í þínum höndum,“ bendir hann á. „Þú ræður hvort þú breytir þessu í gott eða eitthvað hræðilegt og mig langaði að skapa eitthvað fallegt úr þessu.“

- Auglýsing -

Spurður hvort von sé á nýrri plötu segist hann ekki reikna með því þar sem hann sé að vinna með svo ólíku tónlistarfólki. „Ég held það sé skynsamlegra að gefa bara út eitt lag í einu og gefa kannski út einhvers konar safnplötu, jafnvel á föstu formi. Það væri gaman að eiga þessi nýju lög á vínyl.“

En ætlar að hann gera meiri tónlist af þessu tagi. „Já, alveg klárlega,“ svarar hann. „Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegt og held að ég hafi bara svolítið gott af því. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig.“

Laus og liðugur í sumar

- Auglýsing -

Hvað er annars fram undan? „Í fyrsta sinn í mörg ár er ég að horfa á tóma dagbók yfir sumarið. Öllum bæjarhátíðum sem ég átti að spila á í sumar hefur verið frestað eða þeim frestað fram til næsta árs. En aftur á móti þá er september fram til desember pakkbókaðir mánuðir nú þegar vegna þess að allt sem ég átti að gera í mars og apríl var fært yfir til september og október. En eftir situr júní, júlí og ágúst eins og óskrifað blað. Þannig að nú vona ég bara að síminn hringi,“ segir hann og kímir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -