Pusha T og JóiPé x Króli trylltu lýðinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst á föstudaginn og fór hún afar vel af stað. Dagskráin var ansi þétt og lék veðrið við gesti hátíðarinnar.

Pusha T, JóiPé x Króli, Svala, Pussy Riot og fleiri komu fram og óhætt er að segja að stemningin í dalnum hafi verið afar góð! Allt ætlaði um koll að keyra þegar Pusha T steig á svið en hann tryllti lýðinn með lögum eins og „If You Know You Know” og „Nosetalgia”.

Sama má segja um JóaPé x Króla en það er greinilegt að drengirnir njóta mikilla vinsælda. Við látum meðfygjandi ljósmyndir tala en ljósmyndarinn Brynjar Snær mætti á hátíðina á föstudaginn og tók þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.

Myndir / Brynjar Snær

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira