Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Eftirminnileg dress af rauða dreglinum á Golden Globes

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú styttist í að Golden Globe-verðlaunahátíðin fari fram í 77. sinn en hátíðin hefst klukkan 01:00, aðfaranótt mánudags á íslenskum tíma. Margt fólk bíður spennt eftir að sjá tískuna á rauða dreglinum enda er alltaf hægt að stóla á að stjörnurnar mæti í sínu fínasta pússi.

Hérna rifjum við nokkur eftirminnileg dress sem hafa vakið athygli á rauða dreglinum á Golden Globes í gegnum tíðina.

Leikkonan Emma Stone vakti athygli í samfesting frá Lanvin á Golden Globe hátíðinni árið 2015.
Leik- og söngvarinn Billy Porter klæddist þessu einstaka dressi á hátíðinni í fyrra.
Leikkonan Julia Roberts klæddist þessum fallega kjól frá Dolce & Gabbana árið 2014. En það sem vakti athygli var hvíta skyrtan sem hún klæddist undir kjólnum.
Diane Keaton mætti hvítklædd frá toppi til táar á hátíðina árið 2004. Þetta klæðaval vakti mikla athygli á sínum tíma.
Glimmerkjóll frá Elie Saab varð fyrir valinu hjá Beyonce árið 2007.
Leikkonan Olivia Wilde fékk toppeinkunn frá tískuáhugafólki árið 2009 þegar hún klæddist þessum lillabláa kjól úr smiðju Reem Acra.
Angelina Jolie, sem svo oft klæðist svörtu, vakti eftirtekt árið 2012 í þessum hvíta kjól frá Atelier Versace.
Dressið sem Reese Witherspoon klæddist árið 2007 vakti lukku. Hönnuðurinn Nina Ricci á heiðurinn að kjólnum.
Þetta lúkk hennar Lady Gaga á Golden Globe í fyrra er ansi eftirminnilegt. Kjóllinn er frá Valentino.

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -