Ákall um gjaldtöku við gossvæðið – Leggja til þúsundkall fyrir bílastæði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Uppi eru raddir um það að taka  eigi  gjald fyrir bílastæði á Reykjanesinu, við gosstöðvarnar. Björn Teitsson, kynningarstjóri og fyrrum formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, tjáði sig um málið í Morgunblaðinu í gær og sagði meðal annars að það myndi engan muna um að greiða 1000 krónur fyrir bílastæði og það væru allir tilbúnir til þess.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda styður þessa hugmynd Björns með færslu á Facebooksíðu sinni.  Margir hafa lýst yfir stuðningi við tillögu Björns og fjölmargir hafa sömuleiðis gagnrýnt tillöguna.

Einn af landeigendum Geldingardala, Gísli Grétar Sigurðsson sagði í fréttatíma Stöðvar 2 að ekki standi til að innheimta aðgangseyri að gosstöðvunum og aðallega sé verið að reyna að mæta fólki sem vill sjá gosið. Umræðan snýst því eingöngu um að innheimta gjald fyrir bílastæði.

Raunin er sú að fjölmarga munar um 1000 krónur og alls ekki eru allir til í að greiða slíkt gjald. Það er fjarri lagi að allir  séu sammála um að taka eigi gjald fyrir bílastæði. Fólk er jákvæðara fyrir því að styrkja björgunarsveitirnar sem standa langar vaktir, daga og nætur.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -