Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

„Alls ekkert meðvirk“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Valgerður Björk Pálsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Bókasafns Reykjanesbæjar hlustar daglega á hlaðvörp og hefur gert í nokkur ár. Hún segir að bestu hlaðvörpin segi persónulegar sögur alls konar fólks en annars hlusti hún helst á viðtalsþætti, framhaldssögur sem spinna heila seríu, pólitíska og femíníska umræðuþætti og þætti um foreldrahlutverkið.

 

Strangers

„Ef ég ætti að mæla með einu hlaðvarpi þá væri það Strangers. Reglulegir þættir sem hafa reyndar ekki verið uppfærðir í einhvern tíma en þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert. Lea leyfir hlustandanum að kynnast sér persónulega með því að lýsa sínum eigin upplifunum og erfiðleikum í lífinu og er ekki hrædd við að berskjalda sig. Mæli með að fólk byrji á byrjuninni og vinni sig í gegnum allt. Margir þættir sem eru mér enn í fersku minni.“

„Þáttastjórnandinn Lea Thau er ótrúlega góður sögumaður og segir sögur venjulegs fólks sem hefur upplifað eitthvað áhugavert.“

Fresh Air

„Besti viðtalsþáttur sem ég hef hlustað á enda er þáttastjórnandinn goðsögn í útvarpsbransanum. Terry Gross hefur verið útvarpskona í 42 ár og er magnaður spyrill, alls ekkert meðvirk og spyr viðkvæmar spurningar á virðingarríkan hátt. Hún tekur viðtöl við misfrægt fólk, heimsfræga listamenn eða stjórnmálamenn en uppáhaldið mitt er þegar hún tekur viðtöl við rithöfunda sem hafa nýlega gefið út góðar bækur. Þarna næ ég helst að halda mér upplýstri um það nýjasta í bókabransanum.“

The Longest Shortest Time

- Auglýsing -

„Viðtalshlaðvarp þar sem fjallað er um foreldrahlutverkið á mjög fjölbreyttan og hressandi hátt. Þáttastjórnandinn er ung kona sem hafði unnið í nokkur ár í This American Life (einn vinsælasti útvarsþáttur Bandaríkjanna sem ég mæli að sjálfsögðu með) og upplifði virkilega erfiða fæðingu og í kjölfarið þjáðist hún af verkjum í þrjú ár. Hún ákvað að byrja með sitt eigið hlaðvarp til að tengja við aðrar mæður eftir þessa erfiðu lífsreynslu. Það vatt upp á sig og í dag eru komnir 200 þættir og einn af mínum uppáhalds er einmitt viðtal við fyrrnefnda Terry Gross um ástæður þess af hverju hún ákvað að eignast ekki börn.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -