Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Anders klórar kúnum bak við eyrun – Brakandi ferskt sérblað Mannlífs um íslenskan iðnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kúabændur hjá Mýranauti gera allt til að gera dýrin hamingjusöm og róleg. Á Leirulæk, skammt fyrir utan Borgarnes við ósa Langár, reka hjónin Hanna Sigríður Kjartansdóttir og Anders Larsen Mýranaut. Þau rækta úrvals nautgripi til kjötframleiðslu sem þau selja svo beint til neytenda.

Hjónin leggja mikið uppúr því að halda geðgóða nautgripi sem fæst með umhyggju og ræktun. Einstaklingar í stofninum sem sýna af sér óæskilega hegðun eru fjarlægðir og fyrir vikið geta þau rekið dýrin með hestum og klórað þeim bakvið eyrun án þess að eiga það á hættu að verða fyrir árás. Kýrnar sem ala kálfana fá að hafa þá hjá sér í allt að 9 mánuði sem skilar sér í hamingjusamari og rólegri dýrum.

Í brakandi fersku Iðnaðarblaði Mannlífs má lesa nánar um nautgriparækt Hönnu og Anders ásamt fjölbreyttu og fróðlegu efni um íslenskan iðnað. Blaðið getur þú lesið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -