Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Anna telur sig illa svikna af Krónunni: „Hver fjárinn er þetta sem verið er að selja manni?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Guðlaug Jóhannsdóttir segir farar sínar ekki sléttar í viðskiptum við Krónuna. Hún er verulega ósátt við verslunina fyrir að selja sér tómata sem voru ónýtir eftir tvo daga.

Anna lýsir óánægju sinni inni í hópnum Matartips! á Facebook. „Hvaðan í ósköpunum kaupir Krónan inn þessa tómata í lausu? Nú tvisvar hef ég keypt tómata í lausu og látið þá standa í stofuhita til að þroskast og það koma svartir blettir í þá eftir að hafa staðið á bekknum í 2-3 daga til að þroskast. Þýðir þetta að þeir eru svona afgamlir þegar þeir eru keyptir hingað inn eða er þetta skordýraeitur, eða hver fjárinn er þetta sem verið er að selja manni?,“ segir Anna reið.

Gyða Gunnarsdóttir er Önnu hjartanlega sammála. „Þetta eru bara vondir tómatar, steinhætt að kaupa þá!,“ segir Gyða.

Dóra Ósk Bragadóttir segist oft hafa lent í þessu sama, einnig hjá Heimkaupum. „Mér dettur einna helst í hug að þeir hafi verið látnir standa í kulda/kæli/köldum bíl og þá linast þeir upp og byrja að mygla þegar þeir ná herbergishita. Hef iðullega lent í þessu ef ég kaupi þá hjá Heimkaup,“ segir Dóra.

Hilmar Friðrik Árnason er hins vegar með ráð við þessu. „Þvo þá upp úr vatni með smá edik úti í þegar þú kemur með þá heim. Svo er víst gott að stunda með þeim yoga og kannski smá tantra.. veit ekki alveg með það.. en edik þvottur ætti að gera þeim gott,“ segir Hilmar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -