Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ásdís Rán fraus algjörlega þegar Bruce Willis fór að daðra við hana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Ásdísi Rán þarf vart að kynna fyrir neinum, enda ein frægasta fyrirsæta landsins. Á síðasta ári flutti Ásdís til Búlgaríu og býr hún þar enn ásamt kærasta sínum.
Mannlíf komst að því að Ásdís er góð í flestu og hræðist fátt og hún elskar íslenskt lambakjöt.

Fjölskylduhagir? Í sambúð í Búlgaríu

Menntun/atvinna? Hitt og þetta. Hárgreiðslukona, háskólagráða í viðskiptafræði og stjórnun, löggiltur einkaþjálfari ásamt fleiri diplómum í heilsufræðum, þyrluflugmaður og svo atvinnu fyrirsæta og framleiðandi af bæði vörum og sjónvarpsefni.

Uppáhalds sjónvarpsefni?  Ég hef lítið eytt tíma í sjónvarp á minni lífsleið en eftir að ég lenti í stóru slysi og var hálf rúmliggjandi í tvö ár þá uppgötvaði ég Netflix og ég þarf ekkert mikið meira en það ef ég vil eyða tíma í sjónvarpið.

Leikari? Ég á nokkra en engan uppáhalds – don’t ask me why! Charlize Theron, Bruce Willis, Nicolas Cage, Angelina Jolie, Cameron Diaz, Johnny Depp, Robert Downey. Man ekki fleiri akkúrat núna.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Jónas Reynir Gunnarsson, litli bróðir minn sem er svo ótrúlega hæfileikaríkur rit-listamaður.

Bók eða bíó? Bíó frekar því ég er með of mikinn athyglisbrest.

Besti matur? Íslenska lambakjötið toppar flest allt.

- Auglýsing -

Kók eða Pepsí? Ég drekk ekki gos og hef aldrei gert, þannig ég segi vatn fram yfir bæði.

Fallegasti staðurinn?  Úff erfitt að segja fegurðin er svo stórbrotin á svo marga vegu. Ég hef verið það heppin að hafa búið og unnið út um allan heim og náttúran hefur öll sinn sjarma á einstakan en öðruvísi hátt í sínu landi, þannig ég get ekki valið….

Hvað er skemmtilegt?  Lang skemmtilegast að fljúga um loftin blá í þyrlu, alveg ótrúleg tilfinning, sólin, sjórinn, fjöllin, snjórinn, vinir, veislur, ferðalög, fegurð, list, góður matur, gott vín og ýmislegt fleira.

Hvað er leiðinlegt? Flest allt leiðinlegt, neikvæðni, dimma, kuldi, leiðinlegt fólk, ástarsorg, rifrildi og ýmislegt fleira.

Hvaða flokkur?  Ég er lítið inn í íslenskum stjórnmálum þar sem ég bý ekki á landinu. En kannski ég skelli mér í þetta áhugamál fljótlega eða fari í framboð ég er fljót að læra… 😉

Hvaða skemmtistaður? Heimurinn er stærsti skemmtistaðurinn 😉 Ég er ekki mikið fyrir þessa „almennu skemmtistaði“.

Kostir? Góð í flestu og hræðist ekki margt.

Lestir? Það er auðveldlega hægt að spilla mér og ég er mikill sælkeri á flestum sviðum lífsins.

Hver er fyndinn? Jahhh það eru ekki margir sem fá mig til að hlæja en börnin mín og dóttir mín á sérstaklega metið, ég grenja oft með hláturs tárum og get ekki hætt, sem er alveg pricelessss!

Hver er leiðinlegur? Fólk sem lifir í sjálfsvorkunn og þarf endilega að vera pósta væli eða neikvæðni stanslaust á samfélagsmiðlum.

Trúir þú á drauga? Já algjörlega.

Stærsta augnablikið? Svo mörg að það væri bara asnalegt að setja lista í þessa spurningu…

Mestu vonbrigðin?  Fullt af þeim! Þau koma í ævisögunni.

Hver er draumurinn? Að elska og vera hamingjusöm, að börnin mín fái að upplifa heilbrigt líf, ást og frama, að fá að sjá barnabörnin mín vaxa úr grasi…

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Ætli það sé ekki að hafa náð mér í kærasta þrátt fyrir miklar covid lokanir hér í Búlgaríu og svo náði ég loksins að ferma dóttur mína eftir endalausar covid frestanir. Fékk covid og fattaði það ekki, annars hefur ekki verið mikið að gerast í afrekum annað en covid!!!

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Já það má segja það að mér hafi tekist allt sem ég óskaði mér frá unga aldri, en ég er í smá vandræðum núna að vinna í nýjum forty plus markmiðum sem þurfa að halda mér upptekinni næstu árin 😊

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég fattaði að gaurinn sem var að daðra við mig var Bruce Willis og ég fraus algjörlega og kom ekki upp stöku orði, stamaði bara og klúðraði þessu momenti algjörlega.

Læsti mig óvart úti, þegar ég var í sóttkví, á stigagangi, á tómu hóteli, símalaus, á brjóstahaldaranum, ný komin úr sturtu með blautt hárið, á tásunum og ómáluð í síðustu ferð til Íslands! Gerist varla betra.

Sorglegasta stundin? Úff þær hafa verið svo margar og ég er bara fertug.

Mesta gleðin? Fæðing barnanna, ástin og fjölskyldan saman komin.

Mikilvægast í lífinu? Börnin, heilsan og geðheilsan sérstaklega, ekki taka hlutunum of alvarlega eða eins og mamma kenndi mér frá unga aldri „þetta reddast“ og það merkilega við það er að allt reddast einhvern veginn, þannig ekki eyða of miklum tíma í óþarfa áhyggjur!

 

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -