Föstudagur 12. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Bára fegin að kröfum Miðflokksmanna hafi verið hafnað

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bára Halldórsdóttir fagnar niðurstöðu stjórnar Persónuverndar, en ítrekar að hún hafi ekkert að fela.

„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum. Það er þægilegt að stjórnin skuli sjá hlutina svipað og við gerum,“ segir Bára Halldórsdóttir í samtali við Mannlíf um þá niðurstöðu að stjórn Persónuverndar hafi hafnað kröfu lögmanns fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klausturmálinu.

Krafa lögmanns þingmannanna gekk meðal annars út á það að þingmennirnir vildu fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15.desember. Eins var krafist upplýsinga um smáskilaboð og símtöl til Báru.

„Ég er bara fegin að niðurstaðan skuli vera sú að gögnin séu ekki talin tengjast upphaflega málinu, sem gengur út á það hvort það hafi verið löglegt eða ekki að taka þetta upp og deila með fjölmiðlum.“

Á vef RÚV er greint frá því að Persónuvernd telji sig einfaldlega ekki hafa heimild til öflunar upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum vegna meðferðar kvörtunarmáls sem varði ekki viðkomandi fyrirtæki heldur í þessu tilviki Báru sjálfa. Stjórn Persónuverndar telji m.a. að atvik málsins verði talin nægilega upplýst til að Persónuvernd geti komist að efnislegri úrlausn. Þess sé krafist að málinu verði í heild sinni vísað frá þar sem inntak þess lúti að mörkunum milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Stofnun eins og Persónuvernd eigi ekki að skera úr um það heldur dómstólar, eins og fram kemur á vef RÚV.

Þrátt fyrir að vera fegin þessari niðurstöðunni ítrekar Bára að hún sjálf hafi ekkert að fela. „Nei, eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum þá hef ég ekkert að fela. Bara ekki neitt. Ef þessir menn vilja vita hvað ég nota stórar nærbuxur, þá get ég alveg upplýst þá um það,“ segir hún yfirveguð.

Þú virðist taka þessu öllu með ótrúlegu jafnaðargeði. „Auðvitað er það ekki þannig að þetta hafi engin áhrif á mig,“ segir hún þá. „En ég verð að halda ró minni sama hvað gengur á. Ég hef bara ekki um annað að velja, til að viðhalda heilsu minni. Það er fyrir öllu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -