Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Þórarinsson, sagði á Alþingi að það ekkert væri að því að senda flóttafólk til Grikklands; Birgir segist hafa heimsótt flóttamannabúðir í landinu og að ýmislegt sem sagt væri um aðstæður þar í landi væri ekki rétt.
Birgir sagði að aðstæður í Grikklandi hjá flóttafólki í neyð væru mannsæmandi:
„Það er ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd,“ sagði hann og bætti við að fólk sem byggi í flóttamannabúðum í Grikklandi búi við nokkuð mannsæmandi aðstæður; þar sé gert ráð fyrir fötluðu fólki og börnum, og að börnum sé boðið að sækja skóla í Grikklandi.
Birgir segir einfaldlega að aðstæður í Grikklandi fyrir flóttafólk í neyð séu „ágætlega mannsæmandi.“