Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Bjarni með yfirburði og Jón Gunnarson í öðru sæti samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fór fram í dag og lokaði kjörstöðum klukkan 18. Alls kusu 4.700 manns í kjördæminu.

Tólf einstaklingar buðu sig fram í  þau sex sæti sem í boði eru.

Samkvæmt fyrstu tölum sem lesnar voru upp í Lindarskóla nú klukkan 19 virðist fjármálaráðherra vera með yfirburðarstöðu og en spennan er meiri um næstu sæti. Þar getur enn allt gerst.

Talin hafa verið 1419 atkvæði sem skiptast þannig :

1169 atkvæði í 1. sæti  Bjarni Benediktsson

371 atkvæði í 1.- 2. sæti  Jón Gunnarsson

- Auglýsing -

474 atkvæði í  1. – 3. sæti  Bryndís Haraldsdóttir

587 atkvæði í  1. – 4. sæti  Óli Björn Kárason

696 atkvæði í  1. – 5. sæti   Arnar Þór Jónsson

- Auglýsing -

787 atkvæði í  1. – 6. sæti  Sigþrúður Ármann

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, nýtur greinilega eindregins stuðnings í sínu kjördæmi þrátt fyrir háværar raddir sem hafa hljómað um hugsanlega brottför Bjarna úr formannssætinu. Samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæmi hans virðist ekki vera vilji til þess meðal flokksmanna, í það minnsta ekki í hans kjördæmi.

Jón Gunnarson er að vinna sigur ef marka má þessar fyrstu tölur kvöldsins. Stærstu vonbrigðin eru fyrir Vilhjálm Bjarnason en hann kemst ekki á blað enn sem komið er.

 

 

Hér má sjá þá 12 aðila sem gáfu kost á sér og hvaða sæti þau sækjast eftir:

Arnar Þór Jónsson, 50 ára, héraðsdómari. (Sækist eftir 2. – 3. sæti)

Bergur Þorri Benjamínsson, 42 ára, formaður Sjálfsbjargar lsh. (Sækist eftir 4. sæti)

Bjarni Benediktsson, 50 ára, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. (Sækist eftir 1. sæti)

Bryndís Haraldsdóttir, 44 ára, alþingismaður. (Sækist eftir 2. sæti)

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, 36 ára, varabæjarfulltrúi. (Sækist eftir 4. sæti)

Hannes Þórður Þorvaldsson, 38 ára, lyfjafræðingur. (Sækist eftir 5. sæti)

Jón Gunnarsson, 64 ára, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður. (Sækist eftir 2. sæti)

Karen Elísabet Halldórsdóttir, 47 ára, bæjarfulltrúi og skrifstofustjóri. (Sækist eftir 3. sæti)

Kristín Thoroddsen, 52 ára, bæjarfulltrúi. (Sækist eftir 3. sæti)

Óli Björn Kárason, 60 ára, alþingismaður. (Sækist eftir 2. sæti)

Sigþrúður Ármann, 44 ára, lögfræðingur og framkvæmdarstjóri. (Sækist eftir 3. sæti)

Vilhjálmur Bjarnason, 69 ára, viðskiptafræðingur. (Sækist eftir 3. sæti eða ofar)

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -