Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Bláa Lónið ósátt með eldgosaspá Þorvaldar: „Engar vísbendingar um gosóróa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Bláa Lónsins segja gos ekki væntanlegt á næstunni

Eins og Mannlíf fjallaði um fyrr í dag hefur Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla- og berg­fræði, spáð því að eldgos muni hefjast innan skamms á Reykjanesinu, nálægt Grindavíkursvæðinu. Þorvaldur sagði að mögulegt væri að gos myndi hefjast í dag. Sumir hafa kallað eftir því að Bláa Lóninu verði lokað meðan óvissuástandið gangi yfir. Stjórnendur Bláa Lónsins eru ósammála Þorvaldi og finnst hann taka sterkt til orða.

„Það er óvissustig. Almannavarnir hafa lýst óvissustigi, sem þýðir í raun og veru að við erum komin í nánara samtal og samstarf við Almannavarnir og auðvitað að við erum búin að yfirfara okkar viðbragðsáætlanir,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar- og þjónustumála, um málið í samtali Mannlíf. „Það að vera í nánu sambandi við Almannavarnir og aðra þýðir að við hittumst og heyrumst á hverjum degi. Við vorum að klára fund núna í hádeginu þar sem kom mjög vel fram að það eru engar vísbendingar um gosóróa á svæðinu. Svo kemur þessi grein og eðlilega verður mönnum brugðið. Við fylgjum Almannavörnum í einu og öllu.“

„Já, gríðarlega sterkt til orða,“ sagði Helga þegar hún spurð hvort að þetta væri sterkt tekið til orða hjá Þorvaldi.

„Við gerum ráð fyrir að ef til rýmingar kæmi þá myndum við alltaf gera ráð fyrir til að geta gert það af yfirvegun,“ sagði Helga að lokum.

Ekki náðist í Almannavarnir við gerð þessarar fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -