Þriðjudagur 27. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Börn mæta svöng í skólann á Íslandi – „Líður yfir sum þeirra“ – Fanney gáttuð á viðbrögðum kennara

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fanney Sveinsdóttir segist á Twitter gáttuð á þeim tölvupósti sem hún fékk frá skóla barns síns nýverið. Þar er kvartað undan því að börn séu svo illa nærð að það líði yfir þau í skólanum. Bréfið er skrifað eins og það sé vegna sinnuleysis en ekki fátæktar. Færsla Fanneyjar hefur vakið umtalsverða athygli á stuttum tíma en hún svaraði bréfinu og birtir endurrit af samskiptunum.

Bréfið sem Fanney segist hafa fengið hljóðar svo: „Kæru foreldrar/forráðamenn, við íþróttakennarar viljum benda á mikilvægi þess að nemendur komi í skólann vel nærðir, ef við er komið. Það hefur borið á því að nokkrir nemendur mæti í tíma á morgnana án þess að hafa borðað morgunmat. Sumir nemendur eru ekki með nesti með sér og okkur þykir það miður. Börnin vilja taka þátt í íþróttatímanum en fyrir getur komið að þeim líði illa og allt að því líði yfir sum þeirra vegna svengdar. Viljum við íþróttakennarar, kennarar og stjórnendur ítreka mikilvægi þess að allir séu eins tilbúinir í daginn og kostur er.“

Fanney er undrandi yfir þessu bréfi og skrifar til baka: „Hafa heimilisaðstæður þeirra barna sem ekki koma með nesti eða mæta svöng í skólann verið kannaðar? Mín fyrsta hugsun er að ástæðan sé mögulega félags- eða fjárhagsleg en ekki sinnuleysi foreldra. Í ljósi þess finnst mér þessi póstur frekar athyglisverður og tel að hann ýti undir skömm þeirra sem hafa ekki efni á að gefa börnunum sínum að borða. Með öðrum orðum þá sé ég ekki hvernig hann á að leysa þennan vanda. Hefur einhvern tímann verið íhugað að bjóða uppá graut á morgnanna?“

Hún bætir svo við þetta að sé þetta raunin þá sé óboðlegt að senda börn inn í helgina með einungis súpu í maganum. „Annað sem ég vil benda á er að mér finnst ekki í lagi að bjóða upp á súpu á föstudögum. Þegar staðreyndin er að alltof mörg börn fá ekki næringarríkan mat á heimilum sínum tel ég mikilvægt að hafa saðsama máltíð á föstudögum og mánudögum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -