Laugardagur 28. janúar, 2023
5.1 C
Reykjavik

Brynjar Níelsson greindur með þunglyndi og kvíða: „Ekki í fyrsta sinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrverandi þingmaðurinn og núverandi aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, Brynjar Níelsson, er á hlýju nótunum þegar hann segir:

„Mér finnst maðurinn yndisleg vera: Fólk er ólíkt á alla kanta og með sína kosti og galla. Eina fólkið sem truflar mig aðeins eru þeir sem finnst þeir sjálfir fullkomnir og eru fyrstir með vöndinn þegar aðrir misstíga sig. Það er eins og dómharkan hafi aukist með tilkomu samfélagsmiðla, eins góðir og þeir eru að öðru leyti,“ ritaði Brynjar í færslu á Facebook-síðu sinni, og bætir við:

„Ég hrífst sérstaklega af fólki sem talar beint frá hjartanu og af heiðarleika en lætur ekki illgirni og andúð ráða för þótt sumt megi auðvitað kyrrt liggja. Ég hef áður sagt frá konunni, sem ég þekkti ekki neitt, og sagði mér að ég væri ekki næstum því eins ófríður í eigin persónu eins og á myndum. Mér þótti mjög vænt um það.“

Brynjar nefnir svo að hann hafi nýlega hitti „sérfræðing í andlegum krísum á förnum vegi sem greindi mig umsvifalaust og óumbeðinn með þunglyndi og kvíða.

„Þessi sífellda neikvæðni, fúllyndi, sjálfhverfa og tilraunir til að slá á létta strengi á sama tíma væri ótvíræð merki um þessa andlegu kvilla. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem imprað hefur verið á þessu við mig. En ég skynjaði ekki annað en að baki þessu væri góður hugur, í versta falli bissness tækifæri,“ segir Brynjar að lokum.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -